Lélegt lið Lakers enn án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 10:30 Los Angeles Lakers geta bókstaflega ekki neitt þessa dagana. Jamie Schwaberow/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks Körfubolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks
Körfubolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira