Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 16:02 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Paul Bellar (24 ára), Joseph Morrison (28 ára) og Pete Musico (44 ára). AP/Alvin S. Glenn-fangelsið og lögreglustjórinn í Jackson-sýslu Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23