Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 16:02 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Paul Bellar (24 ára), Joseph Morrison (28 ára) og Pete Musico (44 ára). AP/Alvin S. Glenn-fangelsið og lögreglustjórinn í Jackson-sýslu Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Fjórtán meðlimir sveitarinnar Wolverine Watchmen voru handteknir í október 2020. Útsendarar alríkislögreglunnar FBI og uppljóstrar höfðu þá komið sér fyrir innan samtakanna um mánaðaskeið. Leiðtogi hópsins, Adam Fox, var sakfelldur um að skipuleggja mannrán fyrir alríkisdómstól í ágúst. Þrír aðrir hafa ýmist verið dæmdir sekir eða játað sök en tveir verið sýknaðir. Whitmer sakaði ekki en hópurinn hafði njósnað um ferðir hennar og æft hvernig hann ætlaði að nema hana á brott. Fyrir dómi kom fram að meðlimir hópsins hafi stutt borgarastríð sem gæti brotist út í kjölfar mannráns á þekktum einstaklingi. Mennirnir töluðu um sín á milli að handtaka Whitmer borgaralega og jafnvel taka hana af lífi. Mennirnir þrír sem voru sakfelldir í dag æfðu með Fox en ferðuðust ekki til norðurhluta Michigan til þess að kortleggja aðstæður við sumarhús ríkisstjórans eða taka þátt í annarri æfingu fyrir mannrán. Verjendur þeirra fullyrtu að þeir hefðu slitið tengsl við hópinn áður en ráðabruggið var langt á veg komið. Þeir voru engu að síður sakfelldir fyrir að aðstoða við hryðjuverk. skotvopnaglæpi og aðild að glæpagengi, að sögn AP-fréttastofunnar. Refsing þeirra verður ákvörðuð um miðjan desember. Meðlimir vopnuðu sveitarinnar voru handteknir nokkrum mánuðum eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og „frelsa“ heimaríki sín, þar á meðal Michigan.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23