Er barnið þitt eitt af þeim heppnu? Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar 26. október 2022 12:00 Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar