Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 11:57 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33