Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:31 Devin Booker spilaði frábæra vörn gegn Klay Thompson í nótt. NBA Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94. Körfubolti NBA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94.
Körfubolti NBA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira