Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt! Ásmundur Einar Daðason skrifar 25. október 2022 08:00 Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. Að baki menntastefnunni var umfangsmikið samráð og greiningarvinna við að þróa og byggja upp íslenska menntakerfið til framtíðar. Nú er kominn tími til að hrinda þessum verkþætti í framkvæmd og ná þannig mikilvægum áfanga í þágu farsældar barna. Markmið nýrra laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, efla þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum. Í þeirri vinnu sem er fram undan er mikilvægt að fá fram sjónarmið sem flestra til að ná farsælli niðurstöðu. Samráð við hlutaðeigandi gegnir lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Nú fyrir helgi sendi ég boð til haghafa um allt land og hvet öll sem hafa áhuga til að taka þátt í samráði og móta skólaþjónustu til framtíðar. Á næstu vikum taka til starfa samráðshópar þar sem kallað er eftir víðtæku samráði við börn og ungmenni, foreldra, kennara, stjórnendur og starfsfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólaþjónustu og öðrum þjónustukerfum. Þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu eru hvött til að senda inn ábendingar eða skrá sig til þátttöku í samráðshópum með því að senda póst á netfangið mrn@mrn.is með „Skólaþjónusta“ í efnislínu fyrir lok dags 4. nóvember nk. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. október sl. kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heildstæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. Að baki menntastefnunni var umfangsmikið samráð og greiningarvinna við að þróa og byggja upp íslenska menntakerfið til framtíðar. Nú er kominn tími til að hrinda þessum verkþætti í framkvæmd og ná þannig mikilvægum áfanga í þágu farsældar barna. Markmið nýrra laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, efla þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum. Í þeirri vinnu sem er fram undan er mikilvægt að fá fram sjónarmið sem flestra til að ná farsælli niðurstöðu. Samráð við hlutaðeigandi gegnir lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Nú fyrir helgi sendi ég boð til haghafa um allt land og hvet öll sem hafa áhuga til að taka þátt í samráði og móta skólaþjónustu til framtíðar. Á næstu vikum taka til starfa samráðshópar þar sem kallað er eftir víðtæku samráði við börn og ungmenni, foreldra, kennara, stjórnendur og starfsfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólaþjónustu og öðrum þjónustukerfum. Þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu eru hvött til að senda inn ábendingar eða skrá sig til þátttöku í samráðshópum með því að senda póst á netfangið mrn@mrn.is með „Skólaþjónusta“ í efnislínu fyrir lok dags 4. nóvember nk. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar