Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 18:30 Páll Örn Líndal lenti á vegg þegar gróft kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem barn rifjaðist skyndilega upp fyrir honum. Hann hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að þar sem brotin eru fyrnd. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að það að kalla fólk í yfirheyrslur geti haft fælandi áhrif á afbrotahegðun. vísir/egill Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann Páll Örn Líndal er 55 ára farsæll fjölskyldumaður í góðu starfi. Hann lenti á vegg fyrir tveimur árum þegar gríðarlega sár reynsla úr æsku rifjaðist skyndilega upp fyrir honum í vinnuferð út á landi. Þar barst talið að tveimur börnum sem höfðu verið misnotuð af karlmanni í sveitinni. „Það rifjast þarna upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég er misnotaður af sama aðila.Það opnaðist einhver stór hurð og það flæddi yfir sem hann hafði gert við mig þegar ég var níu ára til þrettán ára,“ segir Páll. Páll segist grafið brotin djúpt niður í sálarkimanum í 40 ár. Hann nefnir einkum þrennt sem hafi gert það að verkum. „Skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma,“ segir hann. Frétt Stöðvar 2: Endaði í veikindafríi Páll segir að þarna hafi tekið við gríðarlega erfitt tímabil sem endaði með því að hann tók sér sex mánaða veikindafrí. Hann ákvað að kæra málið en niðurstaðan er að málið er fyrnt. Auk þess sem meintur gerandi var sjálfur á aldrinum 11-15 ára þegar brotin áttu sér stað og því barn. Tvær aðrar konur kærðu líka á svipuðum tíma meintan geranda fyrir kynferðisbrot gagnvart sér þegar þær voru börn en brotin stóðu einnig yfir í langan tíma, en hann var þá orðinn fullorðinn. Þau mál eru líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi hafi ekki sætt neinni ábyrgð. „Hann er mjög veikur og hættulegur og þarf á aðstoð að halda. Þá þarf hann að bera ábyrgð á sínum brotum,“ segir Páll. Hann segir hins vegar að það hafi verið léttir að kæra. „Ég er að skila skömminni og ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja málið eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila skömminni og létta á sálinni. Þetta er ekki eitthvað sem fer bara þó maður reyni að bæla þetta niður eins og sést svo glögglega í mínu tilfelli,“ segir hann. Páll hvetur þolendur til að kæra brotin og skila þannig skömminni.vísir/egill Segir skýrslutöku hjá lögreglu geta haft fælandi áhrif Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að almennt gildi að það að vera kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meints brots og það geti fælt fólk frá því að brjóta áfram af sér. Í tilfelli Páls var meintur gerandi kallaður í skýrslutöku en það var hins vegar ekki gert í tilvik kvennanna sem kærðu sama mann. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti það að kæra brot haft mikinn létti í för með sér fyrir þolendur ofbeldis. Vísir/Bjarni „Mín reynsla er sú að það að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu hreyfi við fólki. Kallar fram tilfinningar og þessar tilfinningar hjá meintum gerendum um að þeir breyta afbrotahegðun þ.e. ef þeir hafa sýnt af sér slíka hegðun. Það kallar fram sterkar tilfinningar og fólk fer frekar að líta í eigin barm,“ segir hann. Ómar segir líka mikilvægt að þolendur kæri og það jafnvel þó að brot séu fyrnd. Fyrir þá sem hafa þá orðið fyrir brotinu þá er það mikilvægt að það sé skráð og getur haft í för með sér mikinn létti,“ segir hann. Viðtalið við Pál Örn Líndal verður sýnt í Íslandi í dag mánudagskvöldið 24. október. Þar verður einnig fjallað um bældar minningar og áfallavinnu. Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Páll Örn Líndal er 55 ára farsæll fjölskyldumaður í góðu starfi. Hann lenti á vegg fyrir tveimur árum þegar gríðarlega sár reynsla úr æsku rifjaðist skyndilega upp fyrir honum í vinnuferð út á landi. Þar barst talið að tveimur börnum sem höfðu verið misnotuð af karlmanni í sveitinni. „Það rifjast þarna upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég er misnotaður af sama aðila.Það opnaðist einhver stór hurð og það flæddi yfir sem hann hafði gert við mig þegar ég var níu ára til þrettán ára,“ segir Páll. Páll segist grafið brotin djúpt niður í sálarkimanum í 40 ár. Hann nefnir einkum þrennt sem hafi gert það að verkum. „Skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma,“ segir hann. Frétt Stöðvar 2: Endaði í veikindafríi Páll segir að þarna hafi tekið við gríðarlega erfitt tímabil sem endaði með því að hann tók sér sex mánaða veikindafrí. Hann ákvað að kæra málið en niðurstaðan er að málið er fyrnt. Auk þess sem meintur gerandi var sjálfur á aldrinum 11-15 ára þegar brotin áttu sér stað og því barn. Tvær aðrar konur kærðu líka á svipuðum tíma meintan geranda fyrir kynferðisbrot gagnvart sér þegar þær voru börn en brotin stóðu einnig yfir í langan tíma, en hann var þá orðinn fullorðinn. Þau mál eru líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi hafi ekki sætt neinni ábyrgð. „Hann er mjög veikur og hættulegur og þarf á aðstoð að halda. Þá þarf hann að bera ábyrgð á sínum brotum,“ segir Páll. Hann segir hins vegar að það hafi verið léttir að kæra. „Ég er að skila skömminni og ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja málið eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila skömminni og létta á sálinni. Þetta er ekki eitthvað sem fer bara þó maður reyni að bæla þetta niður eins og sést svo glögglega í mínu tilfelli,“ segir hann. Páll hvetur þolendur til að kæra brotin og skila þannig skömminni.vísir/egill Segir skýrslutöku hjá lögreglu geta haft fælandi áhrif Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að almennt gildi að það að vera kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meints brots og það geti fælt fólk frá því að brjóta áfram af sér. Í tilfelli Páls var meintur gerandi kallaður í skýrslutöku en það var hins vegar ekki gert í tilvik kvennanna sem kærðu sama mann. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti það að kæra brot haft mikinn létti í för með sér fyrir þolendur ofbeldis. Vísir/Bjarni „Mín reynsla er sú að það að vera boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu hreyfi við fólki. Kallar fram tilfinningar og þessar tilfinningar hjá meintum gerendum um að þeir breyta afbrotahegðun þ.e. ef þeir hafa sýnt af sér slíka hegðun. Það kallar fram sterkar tilfinningar og fólk fer frekar að líta í eigin barm,“ segir hann. Ómar segir líka mikilvægt að þolendur kæri og það jafnvel þó að brot séu fyrnd. Fyrir þá sem hafa þá orðið fyrir brotinu þá er það mikilvægt að það sé skráð og getur haft í för með sér mikinn létti,“ segir hann. Viðtalið við Pál Örn Líndal verður sýnt í Íslandi í dag mánudagskvöldið 24. október. Þar verður einnig fjallað um bældar minningar og áfallavinnu. Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is.
Fyrir þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa ekki fengið aðstoð bendum við á að m.a. er hægt að leita til Stígamóta og Bjarkahlíðar í Reykjavík eða Bjarmahlíðar á Akureyri. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717. Ef þú vilt koma reynslusögu á framfæri við okkur vinsamlega sendið á netfangið: vistheimili@stod2.is.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira