Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 12:45 Lónið var tæmt á haustmánuðum 2020. Vísir/Egill Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi. Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi.
Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent