Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2022 12:45 Lónið var tæmt á haustmánuðum 2020. Vísir/Egill Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi. Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Haustið 2020 tók Orkuveita Reykjavíkur ákvörðun um að Árbæjarlón yrði tæmt til frambúðar. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðám fyrir um hundrað árum. Framkvæmdin var hins vegar ekki óumdeild. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2020 var sagt frá að margir íbúar Árbæjarhverfisins væri miður sýn yfir því að ákveðið hafi verið að tæma lónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins væri horfin. Fór það svo að íbúi í Árbænum kærði tæminguna til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þar var þess krafist að Orkuveitunni yrði gert að mynda lónið að nýju. Þeirri kæru var hafnað. Íbúinn kærði höfnunina á kærunni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin komst að niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag. Augljóst að framkvæmdaleyfi þyrfti ef byggja ætti lónið nú Benti kærandinn til að mynda á að enginn vafi væri á því að ef byggja ætti lónið á umræddu svæði í dag væri það háð byggingar- eða framkvæmdaleyfi. Einsýnt væri að það sama gilti um ef fjarlægja ætti lónið. Um væri að ræða lón sem hafi verið andlit Elliðarárdals í að minnsta kosti eina öld. Tæming lónsins hafi haft veruleg áhrif á nærumhverfi tugþúsunda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg taldi hins vegar að tæming lónsins væri ekki aðgerð sem krefðist framkvæmdaleyfis. Krafa um að fylla lónið að nýju ekki til umfjöllunar nefndarinnar Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að nefndin geti ekki tekið til umfjöllunar kröfu íbúans um að Orkuveitunni yrði gert að fylla lónið að nýju. Hins vegar tók nefndin til skoðunar hvort að umrædd aðgerð teldist meiri háttar framkvæmd og þar af leiðandi háð framkvæmdaleyfi. Álftir á ÁrbæjarlóniStöð 2/Arnar Halldórsson. Vísað er í skipulagslög og ákvæði í þeim um að afla skuli framkvæmdaleyfis vegna meiriháttar framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Segir nefndin að ljóst verði að telja að tæming lónsins teljist sem framkvæmd sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess. Allar slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Telur nefndin því að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins og leita staðfestingar sveitarstjórnar á því að framkvæmdaleyfi væri fyrir hendi. Var ákvörðun skipulagsfulltrúans um að vísa frá kæru íbúans því felld úr gildi.
Umhverfismál Orkumál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01