Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:27 Bannon skartaði einkennisklæðnaði sínum, tveimur skirtum, þegar hann mætti fyrir dóm í Washington-borg í morgun. AP/Nathan Howard Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
„Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“