Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 14:16 Berglind Rán Ólafsdóttir. Aðsend Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.
Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira