Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 14:16 Berglind Rán Ólafsdóttir. Aðsend Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar. Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Í tilkynningu segir að staða forstjóra ORF hafi verið auglýst í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins í ORF Líftækni annars vegar og BIOEFFECT hins vegar. Berglind hefur verið framkvæmdastýra Orku náttúrunnar í rúm fjögur ár auk þess sem hún er stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. „Berglind Rán er með M.Sc. gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og MBA frá IESE í Barcelona og býr bæði yfir haldgóðri reynslu af viðskiptaþróun, m.a. frá Medis – dótturfélagi Actavis og Landsvirkjun, og vísindarannsóknum frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hún vann við erfðafræðirannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Liv Bergþórsdóttir hefur sinnt forstjórastarfinu hjá ORF Líftækni samhliða forstjórastarfinu hjá BIOEFFECT en mun nú einbeita sér að rekstri og vexti BIOEFFECT. Um ORF Líftækni segir að fyrirtækið sé leiðandi í plöntulíftækni og hafi framleitt vaxtarþætti í um fimmtán ár. „Nýsköpun og sérstaða ORF Líftækni byggir á framleiðslu vaxtarþátta í byggplöntum. ORF Líftækni starfar nú eftir skýrri framtíðarsýn um að vera virkur þátttakandi í nauðsynlegum breytingum í matvælaframleiðslu heimsins með ræktun og framleiðslu dýravaxtarþátta fyrir stofnfrumuræktað kjöt.“ Rétt í mótun Haft er eftir Berglindi Rán að það gefist ekki oft tækifæri til að leiða fyrirtæki til vaxtar á markaði sem sé rétt í mótun. „Ég hlakka til að leiða ORF Líftækni og fá þannig tækifæri til nýta bæði líftæknimenntun mína og reynslu og þekkingu úr viðskiptalífinu. Dýravaxtarþættir ORF Líftækni hafa þegar sannað sig á þessum nýja markaði sem líklegast mun hafa meiri áhrif á neyslu okkar á dýraafurðum en nokkuð annað. Ég hlakka mikið til að leiða þá vinnu sem er framundan svo við getum lagt okkar af mörkum til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Berglind Rán. Auglýst laus til umsóknar á næstu dögum Berglind Rán hafði starfað hjá Orku náttúrunnar í fimm ár, fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjamarkaða og síðar sem framkvæmdastýra frá árinu 2018. „Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum en Berglind Rán mun sinna því þar til nýr leiðtogi hefur tekið við. Jafnframt verður hún nýjum stjórnanda innan handar til að byrja með,“ segir í tilkynningu frá Orku náttúrunnar.
Vistaskipti Líftækni Orkumál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira