Þríeykið ætti að biðja fólk um að fara út! Jón Jósafat Björnsson skrifar 21. október 2022 10:31 Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun