Þríeykið ætti að biðja fólk um að fara út! Jón Jósafat Björnsson skrifar 21. október 2022 10:31 Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eftir 200 fundi Þríeykisins og hundruð milljarða úr ríkissjóði tókst yfirvöldum að milda áhrif kórónuveirufaraldursins á landsmenn meira en flestum öðrum stjórnvöldum í öðrum löndum. Skilaboðið voru skýr „Verum heima og forðumst fólk!“. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýja venju og eftir 21 mánuð náðu skilaboðin rækilega í gegn. Pallaefni og heitir pottar seldust upp, nýir sófar í stofuna litu dagsins ljós, fleiri sjónvörp bættust við og tengingar við helstu efnisveitur heimsins komu inn á íslensk heimili. Hreiðrið var fullkomnað. Í gang fór svo einhvern stærsta félagsfræðitilraun samtímans þar sem fólk var einangrað mánuðum saman með snjalltæki í höndunum, hvert í sínu horni að horfa á sjónvarpið án mikilla raunverulegra samskipta við annað fólk. Nú þegar rykið sest blasa við ýmsar áskoranir og ef við föngum umræðuna í dag eru hugtök eins og; einelti, einmannaleiki, skólaforðun, skortur á umburðarlyndi og samkennd, viðkvæmni, rasismi, stress og stuttur þráður í fólki, eitthvað sem kemur sífellt fyrir í umræðunni. Ekkert af þessu ætti að koma á óvart. Þetta eru einfaldlega afleiðingar af aðgerðum sem sennilega voru nauðsynlegar til að vernda ,,stærri“ hagsmuni. Ég held að engum hafi dottið í hug að stefna stjórnvalda um að draga úr nánd og nærveru myndi ekki hafa afleiðingar. Á veggnum á skrifstofunni minni stendur „Mikilvægasta verkefni þitt er alltaf í framtíðinni en aldrei í fortíðinni“. Við skulum ekki saga sag eins og Dale Carnegie sagði. Mestu máli skiptir hvað við gerum næst. Sagan hefur kennt okkur að með því að segja hlutina nógu oft og þegar allir leggjast á eitt er hægt að koma skilaboðum í gegn. Nú skora ég á Þríeykið, forseta Íslands, forsætisráðherra og almannavarnir að halda 200 upplýsingafundi til að hvetja Íslendinga til að fara út, hitta fólk og auka nánd og nærveru. Sambönd verða betri með meiri samskiptum. Eins og það er hægt að tala hluti niður þá er hægt að tala þá upp. Frumkvæði verður ekki til að sjálfu sér, maður sýnir frumkvæði, samtöl gerast ekki, maður á samtöl. Samskipti gerast ekki, maður á í samskiptum. Við þurfum athafnir og orð eru til alls fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie.