Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. október 2022 22:48 Hér að ofan má sjá mynd frá viðureign Carlsen (t.v.) og Niemann á Sinquefield-skákmótinu. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. Töluvert hefur verið fjallað um leiki og hæfileika Niemann á seinustu vikum en hann hefur verið sakaður um að svindla í leikjum sínum, meðal annars með því að nýta hjálpartæki ástarlífsins. Niemann var fyrst sakaður um svindl af Magnus Carlsen, margföldum heimsmeistara í skák. Sá fyrrnefndi sigraði í skák þeirra á milli á Sinquefield-skákmótinu en Carlsen hafði ekki tapað 53 skákum í röð fram að því. Í kjölfar tapsins dró Carlsen sig úr keppni. Carlsen ýjaði að því að um svindl hafi verið að ræða og fóru ýmsir orðrómar á kreik, meðal annars að Niemann hefði ásamt aðstoðarmanni, nýtt sér endaþarms-kúlur til þess að svindla. Niemann hefur neitað sök. Norski miðillinn VG greinir frá því að nú hafi Niemann lögsótt Carlsen, skákvefsíðuna Chess.com og fleiri innan skákheimsins fyrir að hafa hnekkt mannorð hans og feril. Skákvefsíðan hafi gefið í skyn að Niemann hafi svindlað í yfir hundrað viðureignum á síðunni. Ásamt því hafi aðilarnir komið sér saman um að „setja hann á svartan lista“ innan skákheimsins. Meðal annars vegna þessa krefjist Niemann hundrað milljóna Bandaríkjadala í miskabætur eða um 14,6 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir sérfræðingum innan skákheimsins þar sem þeir segi að lögsóknin hafi ekki komið þeim á óvart en ólíklegt sé að hún beri einhvern árangur. Fyrr í mánuðinum greindi DV frá því að stórmeistarinn Fabiano Caruana telji Niemann hafa svindlað í viðureign sinni gegn íslenska skákmanninum Hjörvari Steini Grétarssyni á Reykjavíkurmótinu í apríl. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um leiki og hæfileika Niemann á seinustu vikum en hann hefur verið sakaður um að svindla í leikjum sínum, meðal annars með því að nýta hjálpartæki ástarlífsins. Niemann var fyrst sakaður um svindl af Magnus Carlsen, margföldum heimsmeistara í skák. Sá fyrrnefndi sigraði í skák þeirra á milli á Sinquefield-skákmótinu en Carlsen hafði ekki tapað 53 skákum í röð fram að því. Í kjölfar tapsins dró Carlsen sig úr keppni. Carlsen ýjaði að því að um svindl hafi verið að ræða og fóru ýmsir orðrómar á kreik, meðal annars að Niemann hefði ásamt aðstoðarmanni, nýtt sér endaþarms-kúlur til þess að svindla. Niemann hefur neitað sök. Norski miðillinn VG greinir frá því að nú hafi Niemann lögsótt Carlsen, skákvefsíðuna Chess.com og fleiri innan skákheimsins fyrir að hafa hnekkt mannorð hans og feril. Skákvefsíðan hafi gefið í skyn að Niemann hafi svindlað í yfir hundrað viðureignum á síðunni. Ásamt því hafi aðilarnir komið sér saman um að „setja hann á svartan lista“ innan skákheimsins. Meðal annars vegna þessa krefjist Niemann hundrað milljóna Bandaríkjadala í miskabætur eða um 14,6 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir sérfræðingum innan skákheimsins þar sem þeir segi að lögsóknin hafi ekki komið þeim á óvart en ólíklegt sé að hún beri einhvern árangur. Fyrr í mánuðinum greindi DV frá því að stórmeistarinn Fabiano Caruana telji Niemann hafa svindlað í viðureign sinni gegn íslenska skákmanninum Hjörvari Steini Grétarssyni á Reykjavíkurmótinu í apríl.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01 Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29 Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Sakaður um að nýta hjálpartæki ástarlífsins til að svindla á Carlsen Málið sem hefur heltekið skákheiminn heldur áfram að taka óvæntar beygjur. Nú hafa sprottið upp orðrómar þess efnis að Hans Niemann hafi nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins, kynlífstæki, til að sigra fimmfaldan heimsmeistara Magnus Carlsen. 16. september 2022 07:01
Carlsen hætti í fússi á móti Niemann Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák, gaf leik á móti Hans Niemann eftir aðeins tvo leiki í dag. 19. september 2022 22:29
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. 8. október 2022 17:08
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55