Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2022 11:21 Skarphéðinn Berg Steinarsson. Vísir/Egill Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Fimm ára skipunartímabil Skarphéðins rennur út um áramót og segir hann að það sé mönnum á slíkum tímamótum hollt að finna út úr því hvað þeir ætli að gera. „Mér stóð til boða að halda áfram þannig að valið var mitt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langar til að snúa aftur í ferðaþjónustuna. Það er svo einfalt.“ Skarphéðinn segist ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera innan ferðaþjónustunnar. „Næg eru tækifærin! Þetta er atvinnugrein í bullandi uppgangi. Ég er vissu um að ég finni eitthvað þar. En það er ekki viðeigandi að leita að vinnu á meðan ég klára starfið hér hjá Ferðamálastofu. Kannski að einhver hafi samband, kannski að ég byggi aftur eitthvað frá grunni. Það verður bara að ráðast. En mig langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri,“ segir Skarphéðinn, sem verður sextugur á næsta ári. Tilkynnti ráðherra um ákvörðunina Skarphéðinn segir að hann hafi nýverið átt fund með Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hann segir að síðustu fimm árum hafi mjög mikið breyst í ferðaþjónustu og sömuleiðis hafi tíminn verið mjög viðburðarríkur. „Fyrstu tvö árin sem ég gegndi þessu embætti þá var rosalegur uppgangur í ferðaþjónustunni. Svo kom Covid og allar þær áskoarnir sem því fylgdi. Síðasta árið hefur ferðaþjónustan verið að ná vopnum sínum og það virðist vera að takast vel. Það er bjart framundan. Þá finnst mér það vera ágætis tími fyrir mig persónulega og örugglega stofnunina líka að gera þetta með þessum hætti,“ segir Skarphéðinn. Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tímamót Stjórnsýsla Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Fimm ára skipunartímabil Skarphéðins rennur út um áramót og segir hann að það sé mönnum á slíkum tímamótum hollt að finna út úr því hvað þeir ætli að gera. „Mér stóð til boða að halda áfram þannig að valið var mitt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að mig langar til að snúa aftur í ferðaþjónustuna. Það er svo einfalt.“ Skarphéðinn segist ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera innan ferðaþjónustunnar. „Næg eru tækifærin! Þetta er atvinnugrein í bullandi uppgangi. Ég er vissu um að ég finni eitthvað þar. En það er ekki viðeigandi að leita að vinnu á meðan ég klára starfið hér hjá Ferðamálastofu. Kannski að einhver hafi samband, kannski að ég byggi aftur eitthvað frá grunni. Það verður bara að ráðast. En mig langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri,“ segir Skarphéðinn, sem verður sextugur á næsta ári. Tilkynnti ráðherra um ákvörðunina Skarphéðinn segir að hann hafi nýverið átt fund með Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hann segir að síðustu fimm árum hafi mjög mikið breyst í ferðaþjónustu og sömuleiðis hafi tíminn verið mjög viðburðarríkur. „Fyrstu tvö árin sem ég gegndi þessu embætti þá var rosalegur uppgangur í ferðaþjónustunni. Svo kom Covid og allar þær áskoarnir sem því fylgdi. Síðasta árið hefur ferðaþjónustan verið að ná vopnum sínum og það virðist vera að takast vel. Það er bjart framundan. Þá finnst mér það vera ágætis tími fyrir mig persónulega og örugglega stofnunina líka að gera þetta með þessum hætti,“ segir Skarphéðinn.
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tímamót Stjórnsýsla Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira