Hjólreiðamaður ekinn niður við Kringlumýrarbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2022 11:20 Grænklæddur hjólreiðamaður í götunni og gráum fólksbílnum ekið í burtu. Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af. Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað. Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
Myndband af atvikinu náðist á mælaborðsmyndavél Konráðs Jónssonar lögmanns sem var á ferðinni með börnin sín á leið til skóla. Þau voru á rauðu ljósi á leið suður Kringlumýrarbraut þegar ekið er á hjólreiðamanninn. „Mér dauðbregður,“ segir Konráð. Hjólreiðamaðurinn var í neongrænum vindjakka á ferð í norðurátt, vestanmegin Kringlumýrarbrautar og klukkan að nálgast hálf níu. „Blessunarlega stendur hjólreiðamaðurinn strax upp eftir þetta og nær að leiða hjólið áfram. Taldi kannski ekki tilefni til að stoppa og huga að honum - með þrjú börn í aftursætinu. Manni var svolítið brugðið,“ segir Konráð. Vill ná til hjólreiðamannsins Hann segist á sama tíma feginn að hafa náð atvikinu á myndband til að geta mögulega komið því til hjólreiðamannsins. „Ef hann skyldi þurfa að sækja rétt sinn vegna þessa atviks,“ segir Konráð sem kann bókstaf laganna betur en flestir. „Mér finnst forkastalegt að þessi bílstjóri hafi haldið áfram sína leið,“ bætir Konráð við. Blaðamaður fékk Konráð til að rýna í myndbandið. „Það virðist sem hjólreiðamaðurinn sé að vinna út frá því að eftir örskotssund komi grænt ljós. Hann leggur af stað aðeins of snemma. En aftur á móti virðist vera komið rautt ljós á beygjuljós á ökumanninn,“ segir Konráð. Tilkynnti málið til lögreglu „Ef við erum að horfa á þetta frá sjónarhorni ökumannsins þá fer hann yfir á rauðu beygjuljósi. Hann keyrir á þennan hjólreiðamann og heldur svo áfram,“ segir Konráð. Það sé að öllum líkindum þannig að það sé komið rautt á ökumanninn en ekki alveg grænt á hjólreiðamanninn. Konráð hefur tilkynnt ákeyrsluna til lögreglu ef hjólreiðamaðurinn skyldi hafa samband þangað.
Samgöngur Hjólreiðar Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira