Innlent

Á­kærður fyrir grófa nauðgun í bíl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa nauðgað konu í bíl í Reykjavík. Ákærði beitti konuna einnig ítrekað fleira ofbeldi á meðan atvikið átti sér stað. 

Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en atvikið átti sér stað þann 9. október árið 2021. Maðurinn og konan voru saman stödd í bíl sem maðurinn hafði lagt. Konan sat í fremra farþegasæti bílsins.

Maðurinn er sagður hafa lagst ofan á konuna þar sem hún sat í farþegasætinu, haldið henni niðri, tekið af henni síma hennar, slegið hana í nokkur skipti og nauðgað henni. Á meðan á framangreindu stóð reyndi konan ítrekað með orðum og athöfnum að fá manninn til að hætta og fara af sér og reyndi að kalla eftir hjálp.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 

Þá gerir konan einkaréttarkröfu um að manninum verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð fjögurra milljóna króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×