Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2022 21:25 Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt. Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt.
Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45