Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Atli Arason skrifar 20. október 2022 07:00 Drake í treyju Arsenal í spilavíti í vikunni. The Sun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019 Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Drake er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með. Um síðustu helgi var merki rapparans framan á keppnistreyjum Barcelona í stórleik liðsins gegn Real Madrid í spænska boltanum. Barcelona tapaði leiknum 3-1 og þótti einhverjum það endanlega staðfesta þá hjátrú að bölvun fylgir þeim kanadíska. Rapparinn sást í spilavíti í vikunni þar sem hann klæddist Arsenal treyju frá tímabilinu 2005/06. Hjátrúarfullir stuðningsmenn Arsenal óttast nú hið versta eftir bestu byrjun liðsins í enskri deildarkeppni frá árinu 1903. Til eru mörg dæmi um íþróttalið og afreksíþróttafólk sem hreinlega hrapa af toppnum eftir stuðningsyfirlýsingu Drake. Fórnarlömb Drake bölvunarinnar Fyrr á þessu ári birti Drake mynd í hringrás (e. story) á Instagram aðgangi sínum þar sem rapparinn lagði veðmál upp á 33 milljónir króna að Charles Leclerc myndi vinna Formúlu 1 kappaksturinn í Barcelona. Leclerc náði ekki að klára kappaksturinn þar sem vélin í Ferrari bifreið hans bilaði. Layvin Kurzawa, þá leikmaður PSG, birti mynd af sér með Drake í aðdraganda leik PSG og Lille í frönsku úrvalsdeildinni árið 2019. PSG tapaði leiknum 5-1, sem var stærsta tap PSG í frönsku deildinni í tæpan áratug og í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig fimm mörk í einum leik frá árinu 2000. Drake og Conor McGregorGetty Images Bardagakappinn Conor McGregor, þá UFC meistari, fékk stuðningsyfirlýsingu frá Drake en rapparinn mætti einnig með írska fánan á viðburði tengda bardaga McGregor gegn hinum rússneska Khabib Nurmagomedov árið 2018. McGregor tapaði bardaganum. Jadon Sancho, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund, birti mynd af sér með rapparanum degi áður en Dortmund steinlá, 5-0, gegn erkifjendunum í Bayern München. Árið 2015 leyndi Drake ekki áhuga sínum á tennisspilaranum Serena Williams. Rapparinn mætti á undanúrslita einvígi Williams, þá á toppi heimslistans, gegn Roberta Vinci. Williams tapaði þá afar óvænt gegn Vinci sem var á þeim tíma í 43. sæti heimslistans. Sergio Aguero, þá leikmaður Manchester City, sást umgangast Drake fyrir leik City gegn Tottenham í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. City tapaði leiknum 1-0 en Aguero klúðraði vítaspyrnu í leiknum. City átti svo eftir að falla úr leik í Meistaradeildinni eftir einvígið gegn Tottenham. Drake ásamt Anthony JoshuaTwitter Breski boxarinn Anthony Joshua birti mynd af sér með Drake áður en hann og Andy Ruiz Jr. mættust árið 2019 þar sem Joshua tapaði óvænt sínum fyrsta bardaga á ferlinum. Drake og Pierre-Emerick Aubameyang, þá framherji Arsenal, stilltu sér upp fyrir myndatöku skömmu fyrir leik Arsenal og Everton árið 2019. Þrátt fyrir að Aubameyang byrjaði þann leik á varamannabekknum þá tapaði Arsenal 1-0 en félagið missti af Meistaradeildarsæti það tímabil. Eftir að Drake birti áðurnefnd mynd af sér í Arsenal treyju spilavíti í vikunni fóru einhverjir stuðningsmenn liðsins að hafa áhyggjur en Arsenal er sem stendur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Laura Woods, sparkspekingur hjá talkSPORT og stuðningsmaður Arsenal, bað Drake vinsamlegast um að halda sig fjarri Arsenal og klæðast frekar treyju Tottenham Hotspur eða Manchester City. „Ég er með skilaboð fyrir Drake. Þú ert frábær tónlistarmaður en vinsamlegast farðu úr þessari treyju og klæddu þig frekar í Spurs treyju. Við þurfum ekki áhuga þinn eða bölvun. Haltu þig við tónlistina,“ sagði Woods. 📸 Drake takes a picture with Sancho. His next game: Bayern 5 - 0 Dortmund 📸 Drake takes a picture with Aubameyang. His next game: Everton 1 - 0 Arsenal 📸 Drake takes a picture with Aguero. His next game: Misses a penalty vs TottenhamDrake curse confirmed 😳 pic.twitter.com/mp7rjiCXKi— ODDSbible (@ODDSbible) April 9, 2019
Enski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Akstursíþróttir Box MMA Tennis Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Barcelona spilar í sérstakri Drake treyju í El Clasico um helgina Barcelona mun heiðra kanadíska rapparann Drake í stórleik helgarinnar þar sem spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu á sunnudaginn. 14. október 2022 09:01