Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:33 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira