Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2022 15:30 Lóðirnar sem þóttu skara fram úr í ár. Samsett Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði. Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira