Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2022 15:30 Lóðirnar sem þóttu skara fram úr í ár. Samsett Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum. Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði. Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Fallegar og vel hirtar lóðir 2022: Freyjugata 41 – Ásmundarsalur (Fyrirtækjalóð) Lóðin við Ásmundasal er stílhrein, minimalísk og opin. Hún tónar einstaklega vel við bygginguna sem er eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt. Við vegginn er látlaus bekkur sem er einnig vegasalt og kemur því notendum sínum skemmtilega á óvart. Á grasflötinni eru ýmis listaverk sem gestir og gangandi vegfarendur fá að njóta, en lóðin er síbreytileg eftir því hvaða listaverk prýða hana. Einstakt konsept sem skapar sérstöðu í borgarrýminu. Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Freyjugata 41, ÁsmundarsalurHulda Gunnarsdóttir Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð) Lóðin hefur góða tengingu við nærliggjandi umhverfi og býður notendur sína velkomna með látlausum bekkjum, grilli og hjólaskýli. Gróðurinn á svæðinu er fallegur og nokkuð fjölbreyttur. Umhverfið í heild sinni er aðlaðandi, og gott jafnvægi er milli hins manngerða og grænna svæða. Nauthólsvegur 83 (Fjölbýlishúsalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð) Einstaklega fögur endurgerð á bæði húsi og garði þar sem vandað er til allra verka. Minnstu smáatriði fá að njóta sín og listaverk eftir Kristin Hrafnsson er staðsett fyrir framan aðalinngang hússins. Vandað er til plöntuvals og einn fallegasti álmur í Reykjavík er staðsettur í bakgarði. Heildarútlit og efnisval lóðar er fagurt og fágað og er í fallegu samspili við húsið, sem gerir heildarásýndina einstaka. Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Stýrimannastígur 9 (Endurbætur á einkalóð)Hulda Gunnarsdóttir Vandaðar endurbætur á húsum 2022: Mjóstræti 6 Húsið var byggt árið 1919 og hefur hátt varðveislugildi. Það er næst stærsta steinhlaðna húsið í Reykjavík og á sér m.a. sögu sem prentsmiðja. Í tilefni af 100 ára afmæli hússins hafa eigendur fært það nær upprunalegu útliti sínu, m.a. með því að breyta gluggunum. Húsið hefur endurheimt glæsilegan svip sinn og breytingin er til mikillar prýði fyrir götumyndina. Mjóstræti 6Sólveig Sigurðardóttir Vesturgata 51A (Stefánshús) Húsið var byggt árið 1882 og var fyrsti eigandi þess Stefán Þórðarson. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar endurbætur á húsinu með það að markmiði að færa það nær upprunalegu útliti. Húsið á sér langa og áhugaverða sögu og hefur gengið í gegnum margar útlitsbreytingar í gegnum tíðina. Húsið er nú tjargað, gluggar hvítmálaðir og hleðslan í grunni þess - sem hafði verið múrhúðuð - fær nú aftur að njóta sín. Árangurinn er til fyrirmyndar. Stefánshús StefánshúsHulda Gunnarsdóttir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá starfshóp sem skipaður var eftirfarandi aðilum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, arkitekt f.h. Borgarsögusafns, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Pétur Andreas Maack, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði, Sólveig Sigurðardóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði.
Reykjavík Garðyrkja Húsavernd Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira