Blása á sögusagnir barnfóstrunnar Elísabet Hanna skrifar 18. október 2022 17:31 Olivia Wilde og Jason Sudeikis gáfu út sameiginlega yfirlýsingu. Getty/John Shearer Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020. „Sem foreldrar er það ótrúlega leiðinlegt að heyra að fyrrverandi barnfóstra tveggja ungra barna okkar myndi taka þá ákvörðun að koma með svona rangar og ljótar ásakanir á okkur opinberlega,“ sögðu þau. Einnig vonast þau til þess að hún hætti að áreita sig og fjölskyldu þeirra. Saman eiga Jason og Olivia fimm ára stúlku og átta ára dreng. Fór í nafnlaust viðtal Barnfóstran, sem kaus að koma ekki fram undir nafni, fór í viðtal til DailyMail þar sem hún lýsti erfiðu ástandi á heimili fyrrum parsins í kringum sambandsslitin, sem hún segir hafa átt sér stað í kjölfar framhjáhalds Oliviu með söngvaranum Harry Styles. Hún segir Oliviu hafa eytt sífellt minni tíma á heimilinu og hafi að lokum flutt á hótel en ástæðuna sem Olivia á að hafa gefið upp fyrir flutningunum var Covid. Þá segir hún Jason hafa búist við henni aftur heim. Skömmu síðar á hún að hafa komið á heimilið og sagt honum upp. Sá skilaboð Samkvæmt henni komst Jason að framhjáhaldi Oliviu með Harry Styles í gegnum skilaboð í Apple úri leikstjórans sem hún gleymdi heima. Harry kom inn sem leikari í kvikmyndinni Don't Worry Darling, sem Olivia leikstýrði, eftir að Shia Labeouf sagði sig frá myndinni. Í kjölfarið segir hún Jason hafa verið í ástarsorg, bannað henni að spila lög með Harry og drukkið áfengi. Hann á einnig að hafa sagt barnfóstrunni að Olivia hafi kysst söngvarann í matarboði fyrir aðstandendur myndarinnar Don't Worry Darling. Sjálf hefur Olivia margsinnis sagt að sambandi hennar og Jason hafi verið lokið áður en hún byrjaði að hitta söngvarann. Ósáttur með salat Hin ónefnda barnfóstra rifjar einnig upp atvik þegar Jason á að hafa verið ósáttur þegar Oliviu var að búa til salat fyrir Harry í eldhúsinu þeirra, með sérstöku salatdressingunni sinni. Hann hafi hlaupið út og lagst undir bílinn hennar til þess að hindra að hún gæti keyrt á brott að hitta söngvarann. Þá á Olivia að hafa sagt að hún væri hrædd við Jason. Lenti á milli Í viðtalinu segist barnfóstran hafa lent á milli parsins í samskiptum og verið í óþægilegri aðstöðu og birti skjáskot af samskiptum sínum við Oliviu og Jason því til stuðnings. Í dag segist hún enn vorkenna Jason, sem hafi virkilega hafa reynt að bjarga sambandinu, en segist vera reið Oliviu fyrir að eyðileggja fjölskylduna. Olivia, Jason og börnin fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Presley Ann Hún segir Oliviu enn hafa verið að senda Jason skilaboð um að hún elskaði hann skömmu áður en hún sást leiða Harry opinberlega. Einnig segir hún hana hafa ítrekað logið því að vera ekki með símasamband til þess að hringja í börnin sín þegar hún var í raun með söngvaranum. Starfslok Undir lok janúar segist hún hafa tilkynnt Jason að hún vildi hætta hjá þeim vegna aðstæðnanna. Hún segist hafa boðist til þess að starfa hjá þeim í hálft ár á meðan þau væru að ráða inn staðgengil. Jason segir hún þó hafa rekið sig kvöld eitt, þann 1. febrúar. Hann hafi verið drukkinn og að Olivia hafi sagt honum frá skilaboðum sem barnfóstran sendi á hana. Hún segir að sér hafi verið hent fyrirvaralaust út, eins og rusli. Fyrrum parið segir hana hafa sagt upp starfinu og vonast til þess að hún láti þau vera í framtíðinni. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar. 24. september 2022 09:21 Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39 Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00 Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Sem foreldrar er það ótrúlega leiðinlegt að heyra að fyrrverandi barnfóstra tveggja ungra barna okkar myndi taka þá ákvörðun að koma með svona rangar og ljótar ásakanir á okkur opinberlega,“ sögðu þau. Einnig vonast þau til þess að hún hætti að áreita sig og fjölskyldu þeirra. Saman eiga Jason og Olivia fimm ára stúlku og átta ára dreng. Fór í nafnlaust viðtal Barnfóstran, sem kaus að koma ekki fram undir nafni, fór í viðtal til DailyMail þar sem hún lýsti erfiðu ástandi á heimili fyrrum parsins í kringum sambandsslitin, sem hún segir hafa átt sér stað í kjölfar framhjáhalds Oliviu með söngvaranum Harry Styles. Hún segir Oliviu hafa eytt sífellt minni tíma á heimilinu og hafi að lokum flutt á hótel en ástæðuna sem Olivia á að hafa gefið upp fyrir flutningunum var Covid. Þá segir hún Jason hafa búist við henni aftur heim. Skömmu síðar á hún að hafa komið á heimilið og sagt honum upp. Sá skilaboð Samkvæmt henni komst Jason að framhjáhaldi Oliviu með Harry Styles í gegnum skilaboð í Apple úri leikstjórans sem hún gleymdi heima. Harry kom inn sem leikari í kvikmyndinni Don't Worry Darling, sem Olivia leikstýrði, eftir að Shia Labeouf sagði sig frá myndinni. Í kjölfarið segir hún Jason hafa verið í ástarsorg, bannað henni að spila lög með Harry og drukkið áfengi. Hann á einnig að hafa sagt barnfóstrunni að Olivia hafi kysst söngvarann í matarboði fyrir aðstandendur myndarinnar Don't Worry Darling. Sjálf hefur Olivia margsinnis sagt að sambandi hennar og Jason hafi verið lokið áður en hún byrjaði að hitta söngvarann. Ósáttur með salat Hin ónefnda barnfóstra rifjar einnig upp atvik þegar Jason á að hafa verið ósáttur þegar Oliviu var að búa til salat fyrir Harry í eldhúsinu þeirra, með sérstöku salatdressingunni sinni. Hann hafi hlaupið út og lagst undir bílinn hennar til þess að hindra að hún gæti keyrt á brott að hitta söngvarann. Þá á Olivia að hafa sagt að hún væri hrædd við Jason. Lenti á milli Í viðtalinu segist barnfóstran hafa lent á milli parsins í samskiptum og verið í óþægilegri aðstöðu og birti skjáskot af samskiptum sínum við Oliviu og Jason því til stuðnings. Í dag segist hún enn vorkenna Jason, sem hafi virkilega hafa reynt að bjarga sambandinu, en segist vera reið Oliviu fyrir að eyðileggja fjölskylduna. Olivia, Jason og börnin fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Presley Ann Hún segir Oliviu enn hafa verið að senda Jason skilaboð um að hún elskaði hann skömmu áður en hún sást leiða Harry opinberlega. Einnig segir hún hana hafa ítrekað logið því að vera ekki með símasamband til þess að hringja í börnin sín þegar hún var í raun með söngvaranum. Starfslok Undir lok janúar segist hún hafa tilkynnt Jason að hún vildi hætta hjá þeim vegna aðstæðnanna. Hún segist hafa boðist til þess að starfa hjá þeim í hálft ár á meðan þau væru að ráða inn staðgengil. Jason segir hún þó hafa rekið sig kvöld eitt, þann 1. febrúar. Hann hafi verið drukkinn og að Olivia hafi sagt honum frá skilaboðum sem barnfóstran sendi á hana. Hún segir að sér hafi verið hent fyrirvaralaust út, eins og rusli. Fyrrum parið segir hana hafa sagt upp starfinu og vonast til þess að hún láti þau vera í framtíðinni.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar. 24. september 2022 09:21 Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39 Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00 Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar. 24. september 2022 09:21
Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. 6. september 2022 20:39
Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. 29. apríl 2022 20:00
Harry Styles og Olivia Wilde rugla saman reytum Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru sögð nýjasta parið í Hollywood en þau mættu saman í brúðkaup um helgina þar sem þau sáust haldast í hendur. 4. janúar 2021 19:07