Kæri Ásmundur, hvað kom fyrir barnið? Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 18. október 2022 08:31 Ég var að klára að horfa á blaðamannafundinn sem þú hélst um umbyltingu á menntakerfinu og má til með að skrifa þér nokkrar línur. Ég ber miklar væntingar til þessara breytinga sem þú boðar og þá helst sem lútar að umsvifameiri stuðningi við börn sem búa við erfiðar aðstæður. Ég var varaborgarfulltrúi í 12 ár eða frá 2010 - 2022 og átti meðal annars sæti í skóla- og frístundaráði, velferðarráði, mannréttindaráði og ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar um árabil. Á fundum þessara ráða fengum við ótal kynningar um stöðu barna í Reykjavík. Á þessum tíma tók ég eftir því að sjaldan voru mikilvægar upplýsingar tengdar saman og skoðaðar í stærra samhengi og mér varð ljóst að það þarf að breyta allri heildarnálgun í málaflokknum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: „Hvað er eiginlega að þessu barni?” - en sjaldnar er rætt um „Hvað kom fyrir barnið?” Sögurnar bak við tölurnar Rannsóknir hafa sýnt að 16,4% barna verði fyrir ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn en það gera 13 þúsund börn á Íslandi. Börn sem búa við hvers konar ofbeldi eiga mun erfiðara með að einbeita sér að námi vegna einkenna áfallastreitu. Fyrir utan tölfræði um ofbeldi þá er talið að eitt barn af sautján sé með málþroskaröskun sem eykur líkurnar á því að þetta sama barn flokkist inn í “getur ekki lesið sér til gagns”-flokkinn. Vissir þú að 70% fanga hafa verið með málþroskaröskun? Þeir flosna snemma upp úr námi án þess að fá viðeigandi stuðning með hörmulegum afleiðingum fyrir þessa einstaklinga og miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Hver er lífsins saga þeirra heimilislausu karla sem neituðu að yfirgefa Neyðarskýlið á Granda vegna þess að þeir treysta sér ekki að vera úti í kuldanum. Hvaða áföllum urðu þær konur sem nú fylla Konukot á hverri nóttu fyrir í barnæsku? Hvað kom fyrir þessa ungu menn sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áform um hryðjuverk? Hvað leiddi þá á þennan stað sem þeir eru á núna? Eða ungmenni sem stunda líkamsárásir í miðborginni eða fremja ofbeldisbrot á jafnöldrum sínum og kennurum? Hver er forsagan að þessum vanda þeirra? Hvað er um að vera á þeim heimilum hjá börnum sem senda hinsegin börnum hrottaleg og meiðandi hljóðskilaboð á samfélagsmiðlum? Það þarf að setja þessa hljóðbúta í samhengi við þá staðreynd að á árunum 2020-2021 féllu þrjú ungmenni á aldrinum 13-16 ára fyrir eigin hendi, tvö af þeim voru hinsegin. Ég er nokkuð viss um að þú fáir sama sting í magann og ég þegar fókusinn er alltaf á því afhverju vaxandi hópur barna geti ekki lesið sér til gagns í stað þess að horfa heildarmyndina. Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Talið er að 60% barna verði fyrir áfalli eða lifi við viðvarandi álag fyrir 18 ára aldur. Rannsóknir á borð við ACE (Adverse childhood experience) og hin íslenska Áfallasaga kvenna sýna svo fram á sterk tengsl á milli áfalla í æsku og heilsubrests, geð- eða fíknivanda á fullorðinsárum. Algengustu áföllin sem börn upplifa í barnæsku: Fíkni- og geðsjúkdómur í fjölskyldu Ofbeldi - andlegt, kynferðislegt og líkamlegt Fátækt Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Sorg vegna ástvinamissis Vanræksla og öryggisleysi á heimili Svo er það jú Heckney-kúrfan svokallaða sem sýnir okkur skýrt fram á að því fyrr sem fjárfest er í ævi hvers og eins, því meiri sparnaður verður í kerfinu með virkni og þátttöku allra. Sparnaður verður til með bættum námsárangri og minni þörf fyrir viðbótarstuðning í skólakerfinu, aukin þátttaka á vinnumarkaði og sparnaði í heilbrigðis, dóms/fangelsis og félagslega kerfinu. Afhverju þurfum við áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu? Í febrúar 2022 fékk ég samþykkta tillögu mína í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar um innleiðingu að auknum stuðningi við starfsfólk skólakerfisins (leik- og grunnskóla og frístundaheimila) til að mæta þeim börnum sem þurfa á því að halda vegna áfalla, sorgar eða viðvarandi andlegs álags og eiga því erfitt með að stunda nám. Það má því eiginlega að segja að þarna hafi verið lagður grunnur að því að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í skólakerfið í Reykjavík. Með því að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í skólakerfið er verið að horfa til þess að upplegg allra ferla sé í raun snúið við. Verið er að leggja til að taka fókusinn af birtingarmynd og einkenni vanda (afleiðingar) og kafa ofan í rót vandans (orsök). Allt með það að markmiði að börnum líði vel inni í námsumhverfinu. Mikilvægt er að aðskilja áfallamiðaða nálgun frá áfallamiðaðri meðferð. Meðferð er alltaf í höndum fagaðila á borð við sálfræðinga. Skólakerfið sjálft þarf að byggja áfallamiðaða nálgun (e. Trauma informed care) á fjórum lykilþáttum: Skólakerfið þarf að gera sér grein fyrir (e. realize) hversu algeng áföll sem og viðvarandi álag eru hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Skólakerfið þarf að geta borið kennsl á (e. recognize) áhrif áfalla á hegðunarmynstur barna, þekkja einkenni áfallastreitu og birtingarmynd varnarhátta og bjarráða. Hér er sérstaklega mikilvægt að þekkja mun á viðbrögðum barna eftir aldri og félagslegum reynsluheim hvers og eins. Skólakerfið þarf að geta brugðist við (e. respond) á fjölþrepa hátt og því mikilvægt að áfallamiðuð nálgun sé skýr í stefnu kerfisins og í vitund allra starfskrafta hverrar stofnunar fyrir sig. Skólakerfið þarf að koma í veg fyrir endurupplifun áfalls innan skólarýmis (e. resist re-traumatization). Allir starfskraftar eiga að búa yfir þekkingu á hvað í skólaumhverfinu eða aðstæðum getur skapað kveikjur að áfallaupplifun barna. Því er mikilvægt að viðmót, rými og samskiptahættir séu til þess að kalla fram öryggistilfinningu, rósemi og vellíðan hjá öllum börnum. Ég veit að þetta er ansi umsvifamikil breyting, kæri Ásmundur, en við erum jú bara komin með það mikla og djúpa þekkingu á skaðlegum áhrifum áfalla í barnæsku að það er eiginlega ákveðið mannréttindabrot að líta framhjá þessu mikið lengur. Þetta er mikil skaðaminnkun og ávinningurinn birtist í fleiri myndum en krónutölum. Eftir að hafa horft á blaðamannafundinn þinn er ég þó full vonar um að hugrekkið sé til staðar og að þú látir formlega innleiða áfallamiðaða nálgun inn í allt skólakerfið okkar. Með von um skjót svör og viðbrögð við erindi mínu Kær kveðja Diljá Ámundadóttir Zoega Ps. Ef þú vilt byrja á einhverju auðveldri aðgerð þá myndi ég taka út hraðlestrarprófin alveg eins og skot. Þau eru partur af vandamálinu og draga úr árangri fyrir öll börn. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ og stundar nú meistaranám í sálrænum áföllum og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég var að klára að horfa á blaðamannafundinn sem þú hélst um umbyltingu á menntakerfinu og má til með að skrifa þér nokkrar línur. Ég ber miklar væntingar til þessara breytinga sem þú boðar og þá helst sem lútar að umsvifameiri stuðningi við börn sem búa við erfiðar aðstæður. Ég var varaborgarfulltrúi í 12 ár eða frá 2010 - 2022 og átti meðal annars sæti í skóla- og frístundaráði, velferðarráði, mannréttindaráði og ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar um árabil. Á fundum þessara ráða fengum við ótal kynningar um stöðu barna í Reykjavík. Á þessum tíma tók ég eftir því að sjaldan voru mikilvægar upplýsingar tengdar saman og skoðaðar í stærra samhengi og mér varð ljóst að það þarf að breyta allri heildarnálgun í málaflokknum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: „Hvað er eiginlega að þessu barni?” - en sjaldnar er rætt um „Hvað kom fyrir barnið?” Sögurnar bak við tölurnar Rannsóknir hafa sýnt að 16,4% barna verði fyrir ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn en það gera 13 þúsund börn á Íslandi. Börn sem búa við hvers konar ofbeldi eiga mun erfiðara með að einbeita sér að námi vegna einkenna áfallastreitu. Fyrir utan tölfræði um ofbeldi þá er talið að eitt barn af sautján sé með málþroskaröskun sem eykur líkurnar á því að þetta sama barn flokkist inn í “getur ekki lesið sér til gagns”-flokkinn. Vissir þú að 70% fanga hafa verið með málþroskaröskun? Þeir flosna snemma upp úr námi án þess að fá viðeigandi stuðning með hörmulegum afleiðingum fyrir þessa einstaklinga og miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Hver er lífsins saga þeirra heimilislausu karla sem neituðu að yfirgefa Neyðarskýlið á Granda vegna þess að þeir treysta sér ekki að vera úti í kuldanum. Hvaða áföllum urðu þær konur sem nú fylla Konukot á hverri nóttu fyrir í barnæsku? Hvað kom fyrir þessa ungu menn sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áform um hryðjuverk? Hvað leiddi þá á þennan stað sem þeir eru á núna? Eða ungmenni sem stunda líkamsárásir í miðborginni eða fremja ofbeldisbrot á jafnöldrum sínum og kennurum? Hver er forsagan að þessum vanda þeirra? Hvað er um að vera á þeim heimilum hjá börnum sem senda hinsegin börnum hrottaleg og meiðandi hljóðskilaboð á samfélagsmiðlum? Það þarf að setja þessa hljóðbúta í samhengi við þá staðreynd að á árunum 2020-2021 féllu þrjú ungmenni á aldrinum 13-16 ára fyrir eigin hendi, tvö af þeim voru hinsegin. Ég er nokkuð viss um að þú fáir sama sting í magann og ég þegar fókusinn er alltaf á því afhverju vaxandi hópur barna geti ekki lesið sér til gagns í stað þess að horfa heildarmyndina. Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Talið er að 60% barna verði fyrir áfalli eða lifi við viðvarandi álag fyrir 18 ára aldur. Rannsóknir á borð við ACE (Adverse childhood experience) og hin íslenska Áfallasaga kvenna sýna svo fram á sterk tengsl á milli áfalla í æsku og heilsubrests, geð- eða fíknivanda á fullorðinsárum. Algengustu áföllin sem börn upplifa í barnæsku: Fíkni- og geðsjúkdómur í fjölskyldu Ofbeldi - andlegt, kynferðislegt og líkamlegt Fátækt Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Sorg vegna ástvinamissis Vanræksla og öryggisleysi á heimili Svo er það jú Heckney-kúrfan svokallaða sem sýnir okkur skýrt fram á að því fyrr sem fjárfest er í ævi hvers og eins, því meiri sparnaður verður í kerfinu með virkni og þátttöku allra. Sparnaður verður til með bættum námsárangri og minni þörf fyrir viðbótarstuðning í skólakerfinu, aukin þátttaka á vinnumarkaði og sparnaði í heilbrigðis, dóms/fangelsis og félagslega kerfinu. Afhverju þurfum við áfallamiðaða nálgun í skólakerfinu? Í febrúar 2022 fékk ég samþykkta tillögu mína í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar um innleiðingu að auknum stuðningi við starfsfólk skólakerfisins (leik- og grunnskóla og frístundaheimila) til að mæta þeim börnum sem þurfa á því að halda vegna áfalla, sorgar eða viðvarandi andlegs álags og eiga því erfitt með að stunda nám. Það má því eiginlega að segja að þarna hafi verið lagður grunnur að því að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í skólakerfið í Reykjavík. Með því að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í skólakerfið er verið að horfa til þess að upplegg allra ferla sé í raun snúið við. Verið er að leggja til að taka fókusinn af birtingarmynd og einkenni vanda (afleiðingar) og kafa ofan í rót vandans (orsök). Allt með það að markmiði að börnum líði vel inni í námsumhverfinu. Mikilvægt er að aðskilja áfallamiðaða nálgun frá áfallamiðaðri meðferð. Meðferð er alltaf í höndum fagaðila á borð við sálfræðinga. Skólakerfið sjálft þarf að byggja áfallamiðaða nálgun (e. Trauma informed care) á fjórum lykilþáttum: Skólakerfið þarf að gera sér grein fyrir (e. realize) hversu algeng áföll sem og viðvarandi álag eru hjá börnum og fjölskyldum þeirra. Skólakerfið þarf að geta borið kennsl á (e. recognize) áhrif áfalla á hegðunarmynstur barna, þekkja einkenni áfallastreitu og birtingarmynd varnarhátta og bjarráða. Hér er sérstaklega mikilvægt að þekkja mun á viðbrögðum barna eftir aldri og félagslegum reynsluheim hvers og eins. Skólakerfið þarf að geta brugðist við (e. respond) á fjölþrepa hátt og því mikilvægt að áfallamiðuð nálgun sé skýr í stefnu kerfisins og í vitund allra starfskrafta hverrar stofnunar fyrir sig. Skólakerfið þarf að koma í veg fyrir endurupplifun áfalls innan skólarýmis (e. resist re-traumatization). Allir starfskraftar eiga að búa yfir þekkingu á hvað í skólaumhverfinu eða aðstæðum getur skapað kveikjur að áfallaupplifun barna. Því er mikilvægt að viðmót, rými og samskiptahættir séu til þess að kalla fram öryggistilfinningu, rósemi og vellíðan hjá öllum börnum. Ég veit að þetta er ansi umsvifamikil breyting, kæri Ásmundur, en við erum jú bara komin með það mikla og djúpa þekkingu á skaðlegum áhrifum áfalla í barnæsku að það er eiginlega ákveðið mannréttindabrot að líta framhjá þessu mikið lengur. Þetta er mikil skaðaminnkun og ávinningurinn birtist í fleiri myndum en krónutölum. Eftir að hafa horft á blaðamannafundinn þinn er ég þó full vonar um að hugrekkið sé til staðar og að þú látir formlega innleiða áfallamiðaða nálgun inn í allt skólakerfið okkar. Með von um skjót svör og viðbrögð við erindi mínu Kær kveðja Diljá Ámundadóttir Zoega Ps. Ef þú vilt byrja á einhverju auðveldri aðgerð þá myndi ég taka út hraðlestrarprófin alveg eins og skot. Þau eru partur af vandamálinu og draga úr árangri fyrir öll börn. Höfundur er með diplóma í sálgæslufræðum frá EHÍ og stundar nú meistaranám í sálrænum áföllum og ofbeldi við Háskólann á Akureyri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun