Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2022 22:00 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/José Luis Villegas Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina. Nefndin, sem er á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á þeim fjórum árum sem hann var forseti hafi Trump farið rúmlega fimm hundruð ferðir á hótel eða sveitarklúbba í hans eigu. Þessar ferðir kostuðu ríkið töluvert af peningum, sem rötuðu í hirslur fyrirtækis forsetans. AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu frá Trump Organization sé því hafnað að fyrirtækið hafi grætt á veru lífvarða forsetans í eignum þess. Herbergi hafi verið leigð til þeirra á kostnaðarverði eða með miklum afslætti. Eric Trump, sonur forsetans fyrrverandi, segir fjölskyldu sína líklega fyrstu forsetafjölskylduna í sögu Bandaríkjanna sem hafi ekki hagnast á ríkisstjórn Bandaríkjanna. Trump var ítrekað gagnrýndur af Demókrötum og and-spillingarsamtökum í Bandaríkjunum fyrir að reyna að hagnast á forsetaembætti sínu. Fyrir utan ítrekaðar ferðir til eigin hótela og sveitarklúbba tók Trump á móti öðrum þjóðarleiðtogum á þessum stöðum. Hann reyndi einnig að halda G-7 fund í National Doral sveitarklúbbi sínum í Flórída. Sjá einnig: Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Í niðurstöðum nefndarinnar segir að bandarískir skattgreiðendur hafi, í gegnum lífverði forsetans, greitt fyrirtæki hans minnst 1,4 miljónir dala. Líklega sé raunverulega upphæðin þó nokkuð hærri þar sem upplýsingarnar sem nefndin fékk ná eingöngu yfir forsetatíð Trumps og innihéldu ekki gögn um allan kostnað lífvarða hans á eignum hans né ferðir hans erlendis. Þá ná gögnin ekki yfir fjárflæði lífvarðasveitarinnar til fyrirtækis Trumps eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu og í Mar-a-Lago, sveitarklúbb sinn í Flórída, þar sem hann hefur búið síðan. The new documents indicate that Trump-owned properties repeatedly charged the Secret Service nightly rates FAR in excess of government per diem rates, including rates as high as $1,100 per room.— Oversight Committee (@OversightDems) October 17, 2022 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Nefndin, sem er á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á þeim fjórum árum sem hann var forseti hafi Trump farið rúmlega fimm hundruð ferðir á hótel eða sveitarklúbba í hans eigu. Þessar ferðir kostuðu ríkið töluvert af peningum, sem rötuðu í hirslur fyrirtækis forsetans. AP fréttaveitan segir að í yfirlýsingu frá Trump Organization sé því hafnað að fyrirtækið hafi grætt á veru lífvarða forsetans í eignum þess. Herbergi hafi verið leigð til þeirra á kostnaðarverði eða með miklum afslætti. Eric Trump, sonur forsetans fyrrverandi, segir fjölskyldu sína líklega fyrstu forsetafjölskylduna í sögu Bandaríkjanna sem hafi ekki hagnast á ríkisstjórn Bandaríkjanna. Trump var ítrekað gagnrýndur af Demókrötum og and-spillingarsamtökum í Bandaríkjunum fyrir að reyna að hagnast á forsetaembætti sínu. Fyrir utan ítrekaðar ferðir til eigin hótela og sveitarklúbba tók Trump á móti öðrum þjóðarleiðtogum á þessum stöðum. Hann reyndi einnig að halda G-7 fund í National Doral sveitarklúbbi sínum í Flórída. Sjá einnig: Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Í niðurstöðum nefndarinnar segir að bandarískir skattgreiðendur hafi, í gegnum lífverði forsetans, greitt fyrirtæki hans minnst 1,4 miljónir dala. Líklega sé raunverulega upphæðin þó nokkuð hærri þar sem upplýsingarnar sem nefndin fékk ná eingöngu yfir forsetatíð Trumps og innihéldu ekki gögn um allan kostnað lífvarða hans á eignum hans né ferðir hans erlendis. Þá ná gögnin ekki yfir fjárflæði lífvarðasveitarinnar til fyrirtækis Trumps eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu og í Mar-a-Lago, sveitarklúbb sinn í Flórída, þar sem hann hefur búið síðan. The new documents indicate that Trump-owned properties repeatedly charged the Secret Service nightly rates FAR in excess of government per diem rates, including rates as high as $1,100 per room.— Oversight Committee (@OversightDems) October 17, 2022
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16 Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00 Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. 14. október 2022 14:16
Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. 13. október 2022 20:03
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. 4. október 2022 22:00
Krefur CNN um 68 milljarða vegna meintra ærumeiðinga Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur höfðað mál á hendur fjölmiðlarisanum CNN. Sakar hann sjónvarpsstöðina um að hafa vegið að æru sinni og fer fram á 475 milljónir dala í skaðabætur, jafnvirði 68 milljarða króna. 4. október 2022 08:42