Nítján eru sagðir særðir en þar af eru fjórir sagðir í alvarlegu ástandi. Flugmennirnir skutu sér úr flugvélinni og eru sagðir hafa sloppið
Orrustuþotan er sögð hafa verið af gerðinni Sukhoi Su-34.
Myndbönd náðist af brotlendingunni en sjá má nokkur þeirra hér neðar í fréttinni. það hefur þó vakið athygli að myndefni af atvikinu virðist sýna sprengingar um borð í þotunni áður en hún lenti á húsinu.
Reuters segir eld hafa kviknað í einum af hreyflum þotunnar við flugtak. Flugstöð er nærri bænum og eftir að eldurinn kviknaði er orrustuþotan sögð hafa lent á fjölbýlishúsinu.
Myndband úr borginni sýnir íbúa nálgast annan manninn úr áhöfn þotunnar og spyrja hvort hann hafi verið skotinn niður. Hann sagði svo ekki vera.
RIA-fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir embættismönnum í Yeysk að um sex hundruð manns búi í fjölbýlishúsinu. Þá segir miðillinn að búið sé að hefja rannsókn á tildrögum slyssins.
, ' . pic.twitter.com/t8IitpvdHV
— Basyo (@davasko63) October 17, 2022
Pilot ejected pic.twitter.com/tKIgcedcPa
— Paul Jawin (@PaulJawin) October 17, 2022
Ammunition of the aircraft explodes. Yeysk, Krasnodar Krai, Russia. pic.twitter.com/MQ9aaMk3m4
— Paul Jawin (@PaulJawin) October 17, 2022
Video showing locals in Yeysk discovering the ejected pilot and asking, They shot you down, yeah? and he says, No. https://t.co/VpNjLklKxL pic.twitter.com/EvhOCrTOEp
— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) October 17, 2022