„Við erum sálufélagar“ Elísabet Hanna skrifar 17. október 2022 20:01 Emma Watson og Tom Felton hafa verið góðir vinir síðan þau kynntust við gerð Harry Potter myndanna. Getty/Monica Schipper/Mike Marsland Harry Potter leikarinn Tom Felton opnaði sig um mótleikkonu sína Emmu Watson í nýju bókinni sinni Beyond the Wand. Emma skrifaði sjálf kafla í bókinni þar sem hún kallar leikarann sálufélaga sinn. Góðir vinir Tom og Emma hafa haldið góðu sambandi síðan tökum á myndunum lauk og hafa reglulega birt myndir af sér saman. Þau skutust bæði ung upp á stjörnuhimininn þegar hann fór með hlutverk Draco Malfoy og hún lék hina vitru Hermione Granger. Aðdáendur myndanna hafa lengi óskað þess að ástarsamband gæti myndast út frá vináttunni, sérstaklega í ljósi þess hversu opin leikkonan hefur verið um hrifningu sína af Tom á sínum yngri árum. View this post on Instagram A post shared by Emma Watson (@emmawatson) „Hann var fyrsta skotið mitt og hann veit alveg af því. Við höfum talað um það, við hlæjum enn þá að því. Við erum virkilega góðir vinir núna,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Seventeen árið 2011. Í tuttugu ára Harry Potter endurfundunum, Return to Hogwarts, lýsti hún því einnig hvernig hún varð ástfangin af leikaranum. Hún segir það hafa átt sér stað þegar þau áttu að teikna Guð í kennslustund og hann hafi teiknað hann sem stelpu á hjólabretti með öfuga derhúfu. Hún segist hafa komið inn á hverjum degi og skoðað tökublaðið og leitað að nafninu hans. Emma bætti því þó við að hann hafi verið eldri en hún og hafi því alltaf horft á sig sem litla systur. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Tom opnar sig um Emmu Í nýju bókinni, sem kom út síðast liðinn fimmtudag, talar Tom sérstaklega um sambandið sitt við leikkonuna. „Ég hef alltaf borið leynda ást til Emmu, en ekki á þann hátt sem fólk vill heyra. Það þýðir ekki að það hafi ekki verið neisti á milli okkar. Það hefur svo sannarlega verið, bara á mismunandi tímum,“ segir hann um sambandið. Tom segist fyrst hafa komist að því að Emma væri skotin í sér þegar hún var tólf ára og hann fimmtán. Leikkonan hefur áður talað um það opinskátt í viðtölum líkt og greint er frá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) „Orðrómur fór af stað um að það væri meira á bak við sambandið okkar en við værum að greina frá. Ég neitaði því að ég væri hrifinn að henni á þann hátt en sannleikurinn var ekki sá. Kærastan mín á þeim tíma vissi strax að það væri eitthvað á milli okkar,“ segir hann í bókinni. Sérstök tengsl Hann segist hafa notað hina klassísku línu að hann elskaði hana eins og systur. Hann segir þó að það hafi verið meira á bak við það. „Ég held að ég hafi aldrei verið ástfanginn af Emmu, en ég elskaði og dáðist að manneskjunni sem hún hafði að bera á þann hátt sem ég gat ekki útskýrt fyrir öðrum, við erum með sérstök tengsl.“ Hann segist vita það fyrir víst að hann verði alltaf til staðar fyrir hana og hún fyrir hann. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Emma segir Tom vera sálufélaga sinn Emma skrifaði einnig innganginn að bókinni hjá Tom. Þar segist hún oft eiga erfitt með að útskýra sambandið þeirra fyrir öðrum. „Í meira en tuttugu ár höfum við elskað hvort annað á sérstakan hátt,“ sagði hún. Hún lýsir ást þeirra sem einni tærustu ást sem hún hefur upplifað og bætir við: „Við erum sálufélagar og munum alltaf standa með hvort öðru.“ Leikkonan bætti því við að hún hefði ekki lengur tölu á því hversu oft hún hafi verið spurð hvort að eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað á milli þeirra en hún segir tenginguna á milli þeirra vera sterkari en nokkuð slíkt. Þessa dagana er talið að Emma sé í sambandi með Brandon Green eftir að þau sáust leiðast hjá Venice ströndinni í ágúst. Það er ekki talið að Tom sé í sambandi að svo stöddu. Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. 16. október 2022 21:42 Emma Watson á Íslandi Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. 29. júlí 2021 23:06 Harry Potter stjörnurnar þá og í dag 21 ár er liðið síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester. 8. nóvember 2018 15:30 Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir. 24. september 2021 07:19 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Góðir vinir Tom og Emma hafa haldið góðu sambandi síðan tökum á myndunum lauk og hafa reglulega birt myndir af sér saman. Þau skutust bæði ung upp á stjörnuhimininn þegar hann fór með hlutverk Draco Malfoy og hún lék hina vitru Hermione Granger. Aðdáendur myndanna hafa lengi óskað þess að ástarsamband gæti myndast út frá vináttunni, sérstaklega í ljósi þess hversu opin leikkonan hefur verið um hrifningu sína af Tom á sínum yngri árum. View this post on Instagram A post shared by Emma Watson (@emmawatson) „Hann var fyrsta skotið mitt og hann veit alveg af því. Við höfum talað um það, við hlæjum enn þá að því. Við erum virkilega góðir vinir núna,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Seventeen árið 2011. Í tuttugu ára Harry Potter endurfundunum, Return to Hogwarts, lýsti hún því einnig hvernig hún varð ástfangin af leikaranum. Hún segir það hafa átt sér stað þegar þau áttu að teikna Guð í kennslustund og hann hafi teiknað hann sem stelpu á hjólabretti með öfuga derhúfu. Hún segist hafa komið inn á hverjum degi og skoðað tökublaðið og leitað að nafninu hans. Emma bætti því þó við að hann hafi verið eldri en hún og hafi því alltaf horft á sig sem litla systur. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Tom opnar sig um Emmu Í nýju bókinni, sem kom út síðast liðinn fimmtudag, talar Tom sérstaklega um sambandið sitt við leikkonuna. „Ég hef alltaf borið leynda ást til Emmu, en ekki á þann hátt sem fólk vill heyra. Það þýðir ekki að það hafi ekki verið neisti á milli okkar. Það hefur svo sannarlega verið, bara á mismunandi tímum,“ segir hann um sambandið. Tom segist fyrst hafa komist að því að Emma væri skotin í sér þegar hún var tólf ára og hann fimmtán. Leikkonan hefur áður talað um það opinskátt í viðtölum líkt og greint er frá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) „Orðrómur fór af stað um að það væri meira á bak við sambandið okkar en við værum að greina frá. Ég neitaði því að ég væri hrifinn að henni á þann hátt en sannleikurinn var ekki sá. Kærastan mín á þeim tíma vissi strax að það væri eitthvað á milli okkar,“ segir hann í bókinni. Sérstök tengsl Hann segist hafa notað hina klassísku línu að hann elskaði hana eins og systur. Hann segir þó að það hafi verið meira á bak við það. „Ég held að ég hafi aldrei verið ástfanginn af Emmu, en ég elskaði og dáðist að manneskjunni sem hún hafði að bera á þann hátt sem ég gat ekki útskýrt fyrir öðrum, við erum með sérstök tengsl.“ Hann segist vita það fyrir víst að hann verði alltaf til staðar fyrir hana og hún fyrir hann. View this post on Instagram A post shared by Tom Felton (@t22felton) Emma segir Tom vera sálufélaga sinn Emma skrifaði einnig innganginn að bókinni hjá Tom. Þar segist hún oft eiga erfitt með að útskýra sambandið þeirra fyrir öðrum. „Í meira en tuttugu ár höfum við elskað hvort annað á sérstakan hátt,“ sagði hún. Hún lýsir ást þeirra sem einni tærustu ást sem hún hefur upplifað og bætir við: „Við erum sálufélagar og munum alltaf standa með hvort öðru.“ Leikkonan bætti því við að hún hefði ekki lengur tölu á því hversu oft hún hafi verið spurð hvort að eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað á milli þeirra en hún segir tenginguna á milli þeirra vera sterkari en nokkuð slíkt. Þessa dagana er talið að Emma sé í sambandi með Brandon Green eftir að þau sáust leiðast hjá Venice ströndinni í ágúst. Það er ekki talið að Tom sé í sambandi að svo stöddu.
Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. 16. október 2022 21:42 Emma Watson á Íslandi Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. 29. júlí 2021 23:06 Harry Potter stjörnurnar þá og í dag 21 ár er liðið síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester. 8. nóvember 2018 15:30 Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir. 24. september 2021 07:19 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. 16. október 2022 21:42
Emma Watson á Íslandi Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. 29. júlí 2021 23:06
Harry Potter stjörnurnar þá og í dag 21 ár er liðið síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út. J.K. Rowling fékk hugmyndina að sögunni um munaðarleysingjann sem þurfti að bjarga heiminum í lest á milli London til Manchester. 8. nóvember 2018 15:30
Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir. 24. september 2021 07:19