Vekur athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2022 13:55 Samhæfingarstjóri Pepp Íslands segir mikilvægt að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt. Ásta Þórdís. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingarstjóri Pepp-samtakanna vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega. Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“ Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“
Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?