Vekur athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2022 13:55 Samhæfingarstjóri Pepp Íslands segir mikilvægt að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt. Ásta Þórdís. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingarstjóri Pepp-samtakanna vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega. Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“ Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Pepp Ísland eru grasrótarsamtök gegn fátækt. Eftir lokun kaffistofunnar í Arnarbakka, þar sem starfsemi Pepp-Ísland er til húsa, ætlar fólk á vegum samtakanna að fara út á meðal fólksins og dreifa kortum í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn fátækt. „Við erum með kort með slagorðum á til að minna á okkur og minna á daginn okkar. Við ætlum að fara út á meðal fólks og óska því til hamingju með daginn og afhenda kort,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Íslands. Á einu kortinu segir „óbærilegur kostnaður tilverunnar“ sem vísar til verðbólguástandsins sem kemur verst niður á fólki í fátækt. „Hinn óbærilegi kostnaður tilverunnar er staðreynd þar sem allar nauðsynjar fara hækkandi.“ Ásta hefur sérstakar áhyggjur af einstæðum foreldrum á örorkulífeyri - staðan sé enn hörmuleg þrátt fyrir þrotlausa baráttu síðustu ára. „Staðan ennþá sú að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri ná bara ekki endum saman. Það er ekki hægt að lifa viðunandi fjölskyldulífi á slíkum tekjum.“ Ásta er hugsi yfir aðgerðaleysi stjórnvalda. „Maður hefði haldið að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast þessa ákveðnu foreldra á einhvern hátt. Ég veit ekki hvort það sé ekki vilji fyrir því eða hvað það er sem veldur eða hvort menn hafi bara ekki áttað sig á því hversu ofboðslega illa þessi hópur stendur.“ Ásta vill að almenningur tileinki sér nýtt og breytt viðhorf í garð fólks í fátækt og átti sig á því að hin bága staða sé ekki fólkinu sjálfu að kenna. „Fátækt er fyrst og fremst aðstæðurnar sem þú býrð við og þegar þú hefur búið lengi við slíkar aðstæður þá ertu ekki fær um að standa upp og breyta þínum aðstæðum sjálfur. Ef við getum aðeins hreyft við þessu viðhorfi. Fátækt er yfirleitt afleiðing af ástandi; af aðstæðum. Við verðum að reyna að koma auga á manneskjuna og gefa eftir smá rými í samfélaginu.“
Félagsmál Tengdar fréttir Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30 Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Daglega sækja um sjötíu manns ókeypis kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt. Tilgangur kaffihússins er að rjúfa félagslega einangrun jaðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. 19. júlí 2020 19:30
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00