Fari eins og á horfist sé það ákall um breytingar hjá Samfylkingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2022 12:32 Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir formennsku hjá Samfylkingunni, segir tíma til kominn á breytingar innan flokksins. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“ Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði tilkynnti í gær framboð til varaformanns Samfylkingarinnar, stuttu eftir að Heiða Björg Hilmidóttir, sem hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár, tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en hún var nýlega kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég virði það bara við hana að hún hafi ákveðið að einbeita sér að því. Guðmundur Árni hefur svolítið sýnt að hann taki undir þau áhersluatriði sem ég hef talað fyrir, sem er vissulega mjög jákvætt,“ segir Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi til formanns flokksins. Stjórnarkjör hjá Samfylkinguni fer fram 28. og 29. október og því enn möguleiki á að fleiri bjóði fram. Guðmundur hefur lengi starfað innan flokksins og áður Alþýðuflokksins en frá miðjum níunda áratugi hefur hann starfað í pólitík. Fyrst sem bæjarstjóri í Hafnarfirði, svo sem þingmaður og ráðherra og svo sem sendiherra. Guðmundur var þá oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Hafnarfirði í vor en flokkurinn vann þar stórsigur og fulltrúum fjölgaði úr tveimur í fjóra. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að Samfylkingin vill auðvitað bara breidd í sinni stjórn og þeim einstaklingum sem stíga fram. Það getur oft verið ágætt að vera með jafnvægi, hvað reynslu, aldur og búsetu varðar. Ég útiloka alls ekki að það geti komið fram í öðrum frambjóðanda sem kemur í varaformann. Mér finnst þetta alls ekki í andstöðu við endurnýjun ef fólk er bara með rétta hugarfarið,“ segir Kristrún. Flokksmenn séu áhugasamir um breyttar áherslur. „Miðað við þann hljómgrunn sem ég hef fundið meðal fólks að fólk er áhugasamt um nýjan fókus, fara aftur í kjarnann og einbeita sér að kjarnamálum jafnaðarmanna,“ segir Kristrún. „Ef þetta fer á þessa vegu eins og bendir til þá er þetta já, ákall um ákveðnar breytingar og við sem verðum þarna í fremstu línu tökum það verkefni mjög alvarlega.“
Samfylkingin Tengdar fréttir Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46 Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. 16. október 2022 14:46
Heiða Björg gefur ekki kost á sér áfram Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár. 16. október 2022 13:40
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent