„Sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 17:39 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstaka aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt. Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins var skipaður fyrir ári síðan og átti að skila niðurstöðum í mars. Það tafðist þó vegna Covid faraldursins og á hópurinn enn eftir að skila af sér. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir upplýsingum og segir alla sammála um að málefnið sé mikilvægt. „Það er alveg klárt mál að það er tilefni til aðgerða en fyrst þurfum við kannski að ná saman af því að það eru svo margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara lýðheilsumál þetta er líka sjúkdómur, lífstílssjúkdómar sem hafa verið að þróast með breyttum venjum og hegðan,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Undanfarið hefur fréttastofa fjallað um fjölgun á offituaðgerðum hér á landi en þar að auki hefur offitulyfjum ásamt sykursýkislyfjum verið ávísað saután sinnum oftar hér á landi það sem af er ári, samanborið við 2016. Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum sé of þungur og hluti þeirra glími við offitu. Í svari Landlæknis við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að brýn þörf sé á efnahagslegum aðgerðum, líkt og starfshópur frá árinu 2020 lagði til, þar á meðal lægri álögur á hollustu og hærri skatt á óhollustu, svokallaðan sykurskatt. „Sykurskatturinn er eitt þessara atriða sem geta vissulega skilað árangri en það sem að við vitum er að sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta,“ segir heilbrigðisráðherra. Hægt verði að ná almennilega utan um málin þegar starfshópurinn skili af sér. Þá telur ráðherrann ljóst að breyta þurfi venjum, hegðun og viðhorfum í samfélaginu. „Auðvitað er margt jákvætt verið að gera, það er ýmislegt vel unnið til að mynda í heilsugæslunni í heilbrigðum lífsstíl og svo framvegis, en við þurfum að gera betur,“ segir Willum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. 11. október 2022 09:00
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. 10. október 2022 07:00