Körfubolti

Tilþrif 2. umferðar: Nóg af troðslum

Atli Arason skrifar
Þorvaldur Orri Árnason átti flottustu tilþrif 2. umferðar.
Þorvaldur Orri Árnason átti flottustu tilþrif 2. umferðar. Vísir/Elín Björg

Sérfræðingar Körfuboltakvölds tóku saman fallegustu tilþrif 2. umferðar í Subway-deild karla. Alls eru sex troðslur í pakkanum.

Robert Turner, leikmaður Stjörnunnar, átti tvö af sjö bestu tilþrifum umferðarinnar með troðslu og þriggja stiga körfu í leik Stjörnunnar og Keflavíkur.

Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, kom líka tvisvar sinnum fyrir í bestu tilþrifunum með tveimur troðslum í leik Tindastóls og ÍR.

Tvær af troðslum Þorvaldar Orra Árnasonar, leikmanns KR, gegn Breiðablik rötuðu einnig í fallegustu tilþrif umferðarinnar. Önnur af þeim endaði í efsta sæti tilþrifanna.

Þá komst Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, einnig á lista með troðslu í traffík gegn Þór, troðslu sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Sjón er sögu ríkari en bestu tilþrif 2. umferðar Subway-deildar karla má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×