Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 12:21 Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, skorar á alþingismenn að ræða dánaraðstoð. Vísir/Getty Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent