Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 13:24 ÍSOR kemur meðal annars að verkefni í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira