Máttu nota uppfinningu nýsköpunarstjóra Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 13:24 ÍSOR kemur meðal annars að verkefni í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum. Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni. Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Málið var höfðað þann 18. mars síðastliðinn og dómtekið 21. september. Dómur var síðan uppkveðinn í dag. Forsagan er sú að maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) en starf hans var lagt niður í janúar á síðasta ári. Í samningi milli málsaðila sem ber yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“ var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi hjá ÍSOR. Tvö einkaleyfi Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Fyrir héraðsdómi Reykjaness var deilt um grein 3.8 í áðurnefndum eignarupplýsingasamningi. Þar er fjallað um endurgjald fyrir uppfinningar starfsmannsins. Upphaf ákvæðisins hljóðar svo: Komi í ljós við hagnýtingu uppfinningar af hálfu stefnda, hvort heldur er með framsali hennar til þriðja aðila, leyfisveitingu eða hvers kyns annarri nýtingu uppfinningarinnar að nettóhagnaður vegna hennar sé að mun meira en nemur kostnaði við gerð uppfinningarinnar og kostnaði við öflun einkaleyfa vegna hennar, skuli starfsmaður eða fyrrverandi starfsmaður eiga rétt til hæfilegs endurgjalds vegna þátttöku í gerð uppfinningarinnar samkvæmt því er greinir í þessari grein. Starfsmaðurinn taldi að viðbótarstyrkur sem ÍSOR fékk frá ESB fyrir svokallað DEEPEGS-verkefni teldist sem nettóhagnaður. Í verkefninu var notast við uppfinningar starfsmannsins. Viðbótarstyrkurinn hljóðar upp á 114.185 evrur og vildi starfsmaðurinn fá greiddan þriðjung af þeirri upphæð, 38.061 evru. Að mati Héraðsdóms tókst starfsmanninum ekki að sanna að viðbótarstyrkurinn teljist til nettóhagnaðar. Því var ÍSOR sýkn af kröfum hans. Manninum er gert að greiða ÍSOR tvær og hálfa milljón króna í málskostnað. Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Dómsmál Orkumál Jarðhiti Nýsköpun Höfundarréttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira