Jómfrúin opnar á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 11:02 Flugfarþegar geta gætt sér á smørrebrød í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúar. Isavia Veitingastaðurinn Jómfrúin og bistro-staður undir nafninu Elda munu opna í Keflavíkurflugvelli í febrúar næstkomandi. Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum Elda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia þar sem segir að SSP í Noregi, sem sé hluti af alþjóðlega fyrirtækinu SSP Group, hafi átt hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða sem opnaðir verða á Keflavíkurflugvelli í febrúar á næsta ári. Segir að um sé að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu. „Elda verður nútímalegur og notalegur staður sem býður upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti og hentar fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins. Jómfrúin verður afslappaður veitingastaður sem býður sinn fjölbreytta matseðil, blandaðan íslenskri og skandinavískri matargerð. Munu viðskiptavinir beggja veitingastaða eiga völ á að panta beint að borðinu í gegnum sérstakan QR kóða, til þess að forðast biðraðir,“ segir í tilkynningunni. Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum Elda.Isavia Sex tilboð bárust Ennfremur segir að alls hafi 32 sótt um útboðsgögnin þegar opnað var fyrir aðgang að þeim í vor. „Þá sendu sex aðilar inn hæfis- og þátttökuyfirlýsingu, þrír þeirra uppfylltu hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Tilboðin eru metin með hliðsjón af tæknilegum og fjárhagslegum útfærslum. Matsferlið fól í sér að meta gæði tilboða, þar sem m.a. var horft til veitingaframboðs og ferskleika veitinganna sem í boði verða. Horft var til verðlagningar, þjónustu við viðskiptavini, sem og hönnunar og útlits staðanna og sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum. 11. október 2022 08:58 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia þar sem segir að SSP í Noregi, sem sé hluti af alþjóðlega fyrirtækinu SSP Group, hafi átt hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða sem opnaðir verða á Keflavíkurflugvelli í febrúar á næsta ári. Segir að um sé að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu. „Elda verður nútímalegur og notalegur staður sem býður upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti og hentar fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins. Jómfrúin verður afslappaður veitingastaður sem býður sinn fjölbreytta matseðil, blandaðan íslenskri og skandinavískri matargerð. Munu viðskiptavinir beggja veitingastaða eiga völ á að panta beint að borðinu í gegnum sérstakan QR kóða, til þess að forðast biðraðir,“ segir í tilkynningunni. Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum Elda.Isavia Sex tilboð bárust Ennfremur segir að alls hafi 32 sótt um útboðsgögnin þegar opnað var fyrir aðgang að þeim í vor. „Þá sendu sex aðilar inn hæfis- og þátttökuyfirlýsingu, þrír þeirra uppfylltu hæfiskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Tilboðin eru metin með hliðsjón af tæknilegum og fjárhagslegum útfærslum. Matsferlið fól í sér að meta gæði tilboða, þar sem m.a. var horft til veitingaframboðs og ferskleika veitinganna sem í boði verða. Horft var til verðlagningar, þjónustu við viðskiptavini, sem og hönnunar og útlits staðanna og sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni.
Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum. 11. október 2022 08:58 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Smørrebrød í boði í Borgarleikhúsinu Gestir Borgarleikhússins geta héðan í frá gætt sér á dönsku smørrebrød þegar leiksýningar eru sóttar. Leikhúsið mun bjóða upp á hinn sívinsæla rétt með aðstoð Jómfrúarinnar og vonast framkvæmdastjórinn eftir því að fólk geti fengið enn meira út úr leikhúsferðum sínum. 11. október 2022 08:58