Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 21:30 Andrea Belotti skoraði fyrir Roma í kvöld en myndin er þó lýsandi fyrir stöðu Rómverja í Evrópudeildinni. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Í A-riðli vann Arsenal nauman 1-0 útisigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt. Bukayo Saka skoraði eina markið eftir klaufagang í vörn heimamanna. Arsenal er á toppi riðilsins með níu stig, þar á eftir kemur PSV með sjö en þessi lið eiga eftir að mætast þar sem leik þeirra var frestað. Bodø/Glimt er með fjögur stig Zürich er enn í leit að sínu fyrsta. Í B-riðli eru Fenerbahçe og Rennes komin áfram eftir leiki kvöldsins en bæði lið eru með tíu stig og því enn óljóst hver vinnur riðilinn. AEK Larnaca er með þrjú stig í þriðja sæti á meðan Dynamo Kyiv er án stiga. Í C-riðli mættust Roma og Real Betis í einum af stórleikjum kvöldsins, honum lauk með 1-1 jafntefli. Sergio Canales kom heimaliðinu yfir en Andrea Belotti jafnaði í síðari hálfleik. Það þýðir að Roma er sem stendur í þriðja sæti með fjögur stig á meðan Ludogorets Razgrad er í öðru sæti með sjö stig og Betis er á toppnum með 10 stig og komið áfram. Royale Union frá Belgíu er komið upp úr D-riðli eftir 3-3 jafntefli við Braga í kvöld. Belgarnir eru með 10 stig, Braga með sjö þar á eftir og Union Berlín í þriðja sætinu með sex stig. Malmö rekur svo lestina án stiga. Í E-riðli vann Manchester United 1-0 sigur á Omonia frá Kýpur á meðan Real Sociedad vann 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol. Sociedad er komið áfram á meðan Man United lætur sig dreyma um að ná toppsætinu. Í F-riðli eru öll liðin – Feyenoord, Midtjylland, Lazio og Sturm Graz - með fimm stig þegar fjórar umferðir eru búnar. Báðum leikjum kvöldsins lauk með 2-2 jafntefli. Feyenoord og Midtjylland mættust í Hollandi þar sem Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekk gestanna. Lazio og Sturm Graz gerðu svo jafntefli á Ítalíu. Í G-riðli er Freiburg komið áfram eftir 4-0 sigur á Nantes í kvöld. Freiburg er með 12 stig, Qarabag með sjö, Nantes þrjú og Olympiacos á botninum með eitt stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp Olympiacos þó aðalmarkvörður liðsins væri meiddur. SCENES #UEL pic.twitter.com/i8J70GCdl5— UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 13, 2022 Í H-riðli vann Trabzonspor óvæntan 4-0 sigur á Monaco. Bæði lið eru með sex stig en Ferencvárosi er á toppnum með níu stig í fyrsta sæti á meðan Rauða Stjarnan er á botni riðilsins með þrjú stig.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55
Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13. október 2022 18:35