„Höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial“ Snorri Másson skrifar 13. október 2022 23:15 Töluvert misræmi er á leturgerð á götuskiltum Reykjavíkurborgar, sem stingur fólk mismikið í augun. Skrifstofustjóri hjá borginni segir að leturgerð hafi orðið út undan í samræmingarferlum borgarinnar en lofar bót og betrun. Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022 Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022
Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira