Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 15:18 Nikolas Cruz í dómsal í gær. AP/Amy Beth Bennett Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Cruz hefði verið dæmdur til dauða. Það var rangt en fréttin hefur verið uppfærð. Ári áður en Cruz framdi fjöldamorðið, þann 14. febrúar 2018, hafði hann verið rekinn úr skólanum. Cruz notaði byssu af gerðinni AR-15 til að skjóta fjórtán nemendur og þrjá starfsmenn skólans til bana. Hann særði þar að auki sautján til viðbótar. Réttarhöldin gegn Cruz hafa staðið yfir í þrjá mánuði en það tók kviðdómendur tvo daga að komast að þessari niðurstöðu. Vegna þess að kviðdómendur komust ekki að samróma niðurstöðu um dauðadóm og lögðu til að Cruz yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ár er liðið frá því Cruz játaði sekt sína og sagðist hann hafa ákveðið að gera árásina á Valentínusardag svo nemendur skólans gætu aldrei haldið upp á þann dag aftur. Sjá einnig: Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Verjendur hans héldu því fram óhófleg drykkja móður Cruz hefði leitt til þess að hann væri með taugaveiki og það hefði að endingu leitt til árásarinnar. Saksóknarar sögðu það ekki rétt og notuðu meðal annars myndbönd af Cruz meðhöndla hálf sjálfvirkan riffil sinn við árásina og hlaða hann til marks um að Cruz væri ekki veikur á nokkurn hátt. Hér að neðan má sjá þegar kviðdómendur lásu upp niðurstöðu sína í dómsal í dag. AP segir fjöldamorðið í Parkland það mannskæðasta sem ratað hafi í dómstóla í Bandaríkjunum hingað til. Níu mannskæðari fjöldaskotárásir hafi verið framdar þar í landi en í flestum tilfellum hafi árásarmennirnir svipt sig lífi eða verið felldir af lögregluþjónum. Réttarhöld gegn manni sem myrti 23 í Walmart í El Paso í Texas árið 2019 eru ekki hafin enn. Hann stendur einni frammi fyrir dauðadómi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15