Segir meiri pólitíska þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 14:28 Ólafur Ragnar Grímsson býður gesti velkomna á þing Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, stofnandi og formaður Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í viðtali við Stöð 2. Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira