Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, er í sjötta sæti með þriggja stiga tilraun sinni gegn Keflavík en öll tilþrifin má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Davíð Arnar Ágústsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, er í fimma sæti, einnig með þriggja stiga körfu í leik Þórs og Breiðabliks.
Admoas Drungilas, leikmaður Tindastóls, er svo í fjórða sætinu yfir bestu tilþrifin með stoðsendingu sinni á Ragnar Ágústsson í leiknum gegn Keflavík.
Julio De Assis, leikmaður Breiðabliks, tók þriðja sætið með troðslu í Þorlákshöfn.
Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, á næst bestu tilþrif umferðarinnar með stoðsendingu sinni á Eric Ayala gegn Tindastól.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, átti hins vegar tilþrif umferðarinnar þegar han skaut öllum ref fyrir rass er hann ætlaði að fagna sigri Breiðabliks í Þorlákshöfn, sex sekúndum of snemma.
Sjón er hins vegar sögu ríkari en öll tilþrifin má sjá hér að neðan.