Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 22:38 Már Wolfgang Mixa er lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Reykjavík síðdegis Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira