Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 19:51 Húsið var rifið eftir eldsvoðann. Niðurrifið fól í sér umfangsmiklar aðgerðir vegna asbestsins sem talið var hafa verið í húsinu. Vísir/Jói K Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar. Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar.
Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda