Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 18:04 Lögregla sagði ökumanninn hafa verið að tala í símann undir stýri. Getty Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Maðurinn var nýlega búinn að aka fram hjá lögreglustöðinni við Flatahraun þegar hann sá lögreglubíl með blá ljós nálgast. Hann stöðvaði bílinn úti í vegkanti og upp að honum gekk lögreglumaður, sem tjáði ökumanninum að hann hafi verið að tala í símann undir stýri. Þessu neitaði ökumaðurinn eindregið. Hann bauð lögreglu að skoða símann og fletti upp nýlegum símtölum til að sýna fram á sakleysi sitt. Lögreglumenn höfðu ekki áhuga á því að skoða símann en bentu honum á að leita á lögreglustöð – eftir að hafa sektað hann. Einu sönnunargögn lögreglu var vitnisburður lögreglumannanna sem stöðvuðu ökumanninn. Þeir sögðust hafa séð hann tala í símann en aðspurðir kváðu þeir nánari upplýsingar almennt ekki þurfa að liggja fyrir í tilvikum sem þessum, eins og það er orðað í héraðsdómi. Þeir hafi því ekki þurft að skoða símann sérstaklega, þó ökumaðurinn hafi boðið þeim það. Héraðsdómari kvað enga eiginlega rannsókn hafa farið fram hjá lögreglu í málinu. Fyrir dómi lagði ökumaðurinn fram gögnin sem lögregla hafði ekki áhuga á að skoða þegar hann var stöðvaður. Ákæruvaldið þurfti að bera hallann af sönnunarskortinum og var ökumaðurinn því sýknaður. Ríkissjóði ber að greiða sakarkostnað mannsins - upp á 300 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira