Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 16:01 Mótmælandi heldur á mynd af Möhsu Amini á samstöðufundi í París á dögunum. Vísir/EPA Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09
Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54