Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 16:01 Mótmælandi heldur á mynd af Möhsu Amini á samstöðufundi í París á dögunum. Vísir/EPA Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09
Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54