Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 16:01 Mótmælandi heldur á mynd af Möhsu Amini á samstöðufundi í París á dögunum. Vísir/EPA Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09
Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54