Geta orðið níunda félagið frá 1970 til að vinna titilinn í borgaralegum klæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 13:30 Blikar fagna einu marka sinn í Bestu deild karla í sumar. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í kvöld þrátt fyrir að þeir séu ekki sjálfir að spila. Sú staða kom upp eftir sigur Blika á Akureyri um helgina. Blikar hafa ellefu stiga forskot á Víkinga sem mæta Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Takist Víkingum ekki að vinna leikinn þá eru ekki nógu mörg stig í pottinum fyrir þá (9) til að vinna upp 10 eða 11 stiga forskot Breiðabliksliðsins. Leikur Stjörnunnar og Víkings verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en hann hefst klukkan 19.15. Frá árinu 1970 hafa átta félög unnið titilinn eftir hagstæð úrslit á degi þegar þau eru ekki að spila. Eitt lið að auki hefur síðan síðan orðið Íslandsmeistari eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirunnar. Níu félög á síðustu fimmtíu árum hafa því unnið Íslandsmeistaratitilinn í borgaralegum klæðum Valsmenn unnu titilinn í borgaralegum klæðum sumarið 2020 eftir að keppni var hætt þegar fjórar umferðir voru eftir af mótinu. Heimir Guðjónsson þjálfaði það Valslið og hann var einnig þjálfari FH-liðsins sumarið 2016 sem er síðasta liðið til að verða Íslandsmeistari þökk sé úrslit í öðrum leik þegar þau eru ekki að spila. Breiðablik náði ekki að vinna ÍBV daginn eftir að FH-ingar gerðu jafntefli við Valsmenn. FH gátu tryggt sér titilinn með sigri í Valsleiknum en fögnuðu í staðinn titilinn kvöldið eftir. Þetta var í fyrsta sinn í 21 ár þar sem lið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum án þess að spila eða síðan að Skagamenn urðu meistarar 1995. Valsmenn tryggðu Skagamönnum þá titilinn með því að vinna KR 2-1 daginn eftir að ÍA vann sinn leik í umferðinni. Þá voru þrjár umferðir eftir af mótinu. Hér fyrir neðan má sjá alla svokallaða sófameistara á Íslandsmóti karla undanfarin hálfa öld. Íslandsmeistarar í borgaralegum klæðum 1970-2021: 2020 - Valur Íslandsmótið flautað af vegna kórónuveirunnar 2016 - FH Blikar náði ekki að vinna sinn leik daginn eftir 1995 - ÍA Valsmenn unnu KR-inga daginn eftir 1979 - ÍBV Valsmenn náðu ekki að vinna KA daginn eftir 1977 - ÍA Valsmenn náðu ekki að vinna Víkinga tveimur dögum eftir lokaleik ÍA 1975 - ÍA Fram tapaði fyrir Val daginn eftir leik Skagamanna 1973 - Keflavík Valsmenn náðu ekki að vinna Skagamenn daginn fyrir lokaleik Keflavíkur 1972 - Fram Eyjamenn náðu bara jafntefli við Val þegar Framarar áttu tvo leiki eftir Besta deild karla Breiðablik Kópavogur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Blikar hafa ellefu stiga forskot á Víkinga sem mæta Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Takist Víkingum ekki að vinna leikinn þá eru ekki nógu mörg stig í pottinum fyrir þá (9) til að vinna upp 10 eða 11 stiga forskot Breiðabliksliðsins. Leikur Stjörnunnar og Víkings verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en hann hefst klukkan 19.15. Frá árinu 1970 hafa átta félög unnið titilinn eftir hagstæð úrslit á degi þegar þau eru ekki að spila. Eitt lið að auki hefur síðan síðan orðið Íslandsmeistari eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirunnar. Níu félög á síðustu fimmtíu árum hafa því unnið Íslandsmeistaratitilinn í borgaralegum klæðum Valsmenn unnu titilinn í borgaralegum klæðum sumarið 2020 eftir að keppni var hætt þegar fjórar umferðir voru eftir af mótinu. Heimir Guðjónsson þjálfaði það Valslið og hann var einnig þjálfari FH-liðsins sumarið 2016 sem er síðasta liðið til að verða Íslandsmeistari þökk sé úrslit í öðrum leik þegar þau eru ekki að spila. Breiðablik náði ekki að vinna ÍBV daginn eftir að FH-ingar gerðu jafntefli við Valsmenn. FH gátu tryggt sér titilinn með sigri í Valsleiknum en fögnuðu í staðinn titilinn kvöldið eftir. Þetta var í fyrsta sinn í 21 ár þar sem lið fagnaði Íslandsmeistaratitlinum án þess að spila eða síðan að Skagamenn urðu meistarar 1995. Valsmenn tryggðu Skagamönnum þá titilinn með því að vinna KR 2-1 daginn eftir að ÍA vann sinn leik í umferðinni. Þá voru þrjár umferðir eftir af mótinu. Hér fyrir neðan má sjá alla svokallaða sófameistara á Íslandsmóti karla undanfarin hálfa öld. Íslandsmeistarar í borgaralegum klæðum 1970-2021: 2020 - Valur Íslandsmótið flautað af vegna kórónuveirunnar 2016 - FH Blikar náði ekki að vinna sinn leik daginn eftir 1995 - ÍA Valsmenn unnu KR-inga daginn eftir 1979 - ÍBV Valsmenn náðu ekki að vinna KA daginn eftir 1977 - ÍA Valsmenn náðu ekki að vinna Víkinga tveimur dögum eftir lokaleik ÍA 1975 - ÍA Fram tapaði fyrir Val daginn eftir leik Skagamanna 1973 - Keflavík Valsmenn náðu ekki að vinna Skagamenn daginn fyrir lokaleik Keflavíkur 1972 - Fram Eyjamenn náðu bara jafntefli við Val þegar Framarar áttu tvo leiki eftir
Íslandsmeistarar í borgaralegum klæðum 1970-2021: 2020 - Valur Íslandsmótið flautað af vegna kórónuveirunnar 2016 - FH Blikar náði ekki að vinna sinn leik daginn eftir 1995 - ÍA Valsmenn unnu KR-inga daginn eftir 1979 - ÍBV Valsmenn náðu ekki að vinna KA daginn eftir 1977 - ÍA Valsmenn náðu ekki að vinna Víkinga tveimur dögum eftir lokaleik ÍA 1975 - ÍA Fram tapaði fyrir Val daginn eftir leik Skagamanna 1973 - Keflavík Valsmenn náðu ekki að vinna Skagamenn daginn fyrir lokaleik Keflavíkur 1972 - Fram Eyjamenn náðu bara jafntefli við Val þegar Framarar áttu tvo leiki eftir
Besta deild karla Breiðablik Kópavogur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira