Brjálað veður í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:47 Hættustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg. Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir taka gildi á norðanverðu landinu klukkan níu í fyrramálið en klukkan eitt verður viðvörunin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi rauð. Líklegt er að úrkoman falli sem slydda eða snjókoma á láglendi og til fjalla verður snjóbylur. Af þeim sökum getur talsverð ísing myndast á raflínum og hafa almannavarnir áhyggjur af því að rafmagnslaust gæti orðið á svæðinu í einhvern tíma. Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðamála hjá Almannavörnum, segir ekki ólíklegt að veðrið verði sambærilegt því og í Aðventustorminum árið 2019. Það var í fyrsta skipti sem rauðri viðvörun var flaggað en snjókoma í neðri byggðum var mun meira en gert var ráð fyrir og yfir hundrað hross fórust. „Það verður væntanlega bara nokkuð svipað þó svo að vindstyrkurinn verði ekki jafnmikill og þá, og vonandi ekki, en spár gera ráð fyrir því að hann verði minni. Það er spáð mjög óvenjulega mikilli úrkomu á Norð-Austurlandi þannig að það þarf að hafa varann á. Hitastigið í þessu rokkar svolítið þannig að þetta verður ísingaveður, bæði rigning og slydda, og snjókoma þegar lengra er komið inn í landið,“ segir Jón Svanberg. Mikil hætta á rafmagnsleysi Aðspurður segist hann vona að bændur hafi þegar komið búfénaði í öruggt skjól en almannavarnir hafa meðal annars sent viðvaranir með smáskilaboðum. „Það er svo sem búinn að vera undirbúningur að þessu núna í eina þrjá daga þannig að ég vona að það séu allir tilbúnir,“ segir Jón Svanberg. Hætta er á rafmagnsleysi á Norður- og Norðausturlandi og mikill undirbúningur hefur átt sér stað á Akureyri og víðar. „Það má alveg búast við því að það verði einhver röskun á rafmagni en öll áætlunarvinna og það sem við höfum verið að gera í almannavörnum - með þeim sem þessu stjórna raforkukerfinu - það miðar að því að lágmarka röskun sem getur orðið. Þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Jón Svanberg.
Veður Almannavarnir Akureyri Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33 Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt. 8. október 2022 16:33
Hættustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjóra Norðurlands vestra og Austurlands lýst yfir hættustigi vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 9. október. 8. október 2022 16:32