Strengur í hjarta Reykjavíkur úti vegna álags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 19:18 Rafmagnsleysi hefur verið óvenju títt í miðborginni og Vesturbænum upp á síðkastið. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir og þétting byggðar í Reykjavík hafa valdið víðtækum rafmagnstruflunum síðustu vikur. Forstöðumaður hjá Veitum segir að auka þurfi samstarf við verktaka svo rafmagnsbilanir verði ekki algengari samhliða aukinni uppbyggingu. Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“ Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“
Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira