Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 12:09 Fólk á Akureyri og öllu norðaustur horni landsins ætti að búa sig undir rafmagnsleysi í óveðrinu á morgun. vísir/vilhelm Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“ Veður Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“
Veður Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira