Fékk íslenskt nafn og ævintýralega fæðingarsögu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2022 23:00 Snáðinn steinsvaf þegar fréttastofa leit við á fæðingardeildinni í dag. Einn daginn fær hann að heimsækja Ísland á ný. Annað er varla í boði þegar maður ber íslenskt millinafn. vísir/einar Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn. Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle. Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hjónin Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez ákváðu að skella sér til Íslands um miðjan ágúst síðastliðinn þegar hún var kominn rúma fimm mánuði á leið. Planið var að nýta tímann saman áður en nýr fjölskyldumeðlimur myndi koma í heiminn. Gaëlle Barbé og Maxim Hosdez lentu á Íslandi þann 13. ágúst síðastliðinn. Nóttina, daginn eftir að þau lentu, missti Gaëlle svo vatnið, komin aðeins fimm og hálfan mánuði á leið.aðsend Sá hafði þó önnur plön fyrir foreldra sína, sem náðu ekkert að skoða landið, því sama dag og þau lentu missti Gaëlle vatnið. „Nóttina 13. til 14. ágúst var ég lögð inn á spítala vegna þess að ég var kominn fimm og hálfan mánuð á leið og missti vatnið. Þannig að við fórum á sjúkrahúsið í Reykjavík 14. ágúst,“ segir Gaëlle. Læknarnir vildu því halda henni hér - töldu fæðinguna geta borið brátt að og því mátti hún ekki fljúga heim. Milo Bjarmi er ansi lítill og krúttlegur.aðsend Drengurinn kom svo í heiminn á mánudag í síðustu viku og foreldrarnir ákváðu að gefa honum íslenskt millinafn. Við litum við hjá Gaëlle og hittum Milo Bjarma á fæðingardeildinni í dag. Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að neðan. „Við maðurinn minn vorum búin að velja nafn, Milo, og okkur fannst gott að bæta öðru nafni við því það er hefð í Frakklandi að bera millinafn. Því ákváðum við að gera það að smá minjagrip eftir ævintýrið og velja íslenskt nafn. Það er Bjarmi,“ segir Gaëlle. Milo Bjarmi Hosdez. Valið á íslenska nafninu var nokkuð erfitt, segir Gaëlle, en þau hjón báðu um lista yfir algengustu íslensku nöfnin og völdu það sem þeim þótti fallegast. Hún vonast til að komast loks heim með sjúkraflugi í næstu viku en er staðráðin í að heimsækja Ísland aftur einn daginn. Gaëlle hefur setið föst á Íslandi síðan um miðjan ágúst. Hún vonast til að komast heim með sjúkraflugi í næstu viku.vísir/einar „Já, okkur finnst við verða að koma aftur og þá gefst líka tækifæri til að fara í ferð með Milo svo hann geti líka séð Ísland. Ég veit líka að þessi ferð átti stað í hjarta mannsins míns en þetta átti að vera síðasta stóra ferðin sem við færum í fyrir komu sonar okkar. Þannig okkur finnst við eiga óklárað frí og viljum koma aftur til Íslands, “segir Gaëlle.
Frakkland Börn og uppeldi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira