Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 15:49 Frá mótmælum við skrifstofu opinberrar nefnfdar sem rannsakaði svonefnd sængurkvenna- og fæðingarheimili sem kaþólska kirkjan rak. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á heimilunum hafi verið bágbornar, dánartíðni há og misnotkun algeng. Vísir/Getty Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin. Írland Trúmál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin.
Írland Trúmál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira