Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 11:57 Mæting í Höllina hefur verið þokkaleg síðustu daga. Vísir/Sigurjón Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú. Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18
Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31